Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1927, Blaðsíða 60

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1927, Blaðsíða 60
150 Húsið hennar Evlalíu. IÐUNN inu. Þér eruð eini maðurinn, sem búið hefir þar. Ég fullvissa yður um að þessu er þannig varið«. »Er það satt?« mælti ég. »Þetta er mjög undarlegt, ákaflega undarlegt*. Og stundarkorn vissi ég ekkert, hvað ég átti að hugsa. En þó að eins í svip. Alt í einu varð mér að orði: »Æ, nú sé ég, nú sé ég. Ég skil«. Ég sá, ég skildi. Mér varð skyndilega ljóst, að þetta með herbergið var fögur, ástsjúk blekking, sem þessar veslings harmilostnu sálir höfðu sjálfar skapað sér. Þetta var fögur hugsmíð, runnin frá eigin hjartarótum þeirra, og þeim harla kær. Þau höfðu bygt húsið handa dóttur sinni, og hún hafði dáið einmitt þegar það var tilbúið að taka við henni. Þau gátu ómögulega sætt sig við, alls ekki afborið að festa hugann við þá staðreynd, að hún hefði ekki búið í húsinu, ekki notið þess einn stuttan vikutíma, eina dagstund, nei ekki eina klukku- stund. Þau treystu sér ekki til að tæma sorgarbikarinn þannig til botns. Þau gátu ekki neitað harmiþrungnum hjörtum sínum um þá hugarfró, sem blekkingin færði þeim. Þannig kom það til, að þau með ástúð og auð- mýkt í hjarta lokuðu augum sínum, ef svo mætti segja, til þess að þau þyrftu ekki að vita, hvað þau væru að gera, og tóku það ráð að flytja alla muni dánu stúlk- unnar í herbergið, sem þau höfðu ætlað henni, raða þeim þar niður, og segja svo: »Þetta var herbergið hennar; þetta var herbergið hennar*. Þau vildu ekki kannast við það fyrir sjálfum sér, þau vildu ekki leyfa þeirri hugsun inngöngu, að hún hefði aldrei, ekki einu sinni næturlangt, sofið í herberginu sínu, notið þess. Þessa fögru, ástúðlegu blekking höfðu þau í frammi við sig sjálf. Þeim fór líkt og saklausum börnum, sem í leikjum sínum láta það vera veruleik, sem er hugsmíð ein. Og það reyndist rétt, sem presturinn sagði: Guð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Iðunn : nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.