Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1927, Page 60
150
Húsið hennar Evlalíu.
IÐUNN
inu. Þér eruð eini maðurinn, sem búið hefir þar. Ég
fullvissa yður um að þessu er þannig varið«.
»Er það satt?« mælti ég. »Þetta er mjög undarlegt,
ákaflega undarlegt*. Og stundarkorn vissi ég ekkert,
hvað ég átti að hugsa. En þó að eins í svip. Alt í einu
varð mér að orði: »Æ, nú sé ég, nú sé ég. Ég skil«.
Ég sá, ég skildi. Mér varð skyndilega ljóst, að þetta
með herbergið var fögur, ástsjúk blekking, sem þessar
veslings harmilostnu sálir höfðu sjálfar skapað sér. Þetta
var fögur hugsmíð, runnin frá eigin hjartarótum þeirra,
og þeim harla kær. Þau höfðu bygt húsið handa dóttur
sinni, og hún hafði dáið einmitt þegar það var tilbúið
að taka við henni. Þau gátu ómögulega sætt sig við,
alls ekki afborið að festa hugann við þá staðreynd, að
hún hefði ekki búið í húsinu, ekki notið þess einn
stuttan vikutíma, eina dagstund, nei ekki eina klukku-
stund. Þau treystu sér ekki til að tæma sorgarbikarinn
þannig til botns. Þau gátu ekki neitað harmiþrungnum
hjörtum sínum um þá hugarfró, sem blekkingin færði
þeim. Þannig kom það til, að þau með ástúð og auð-
mýkt í hjarta lokuðu augum sínum, ef svo mætti segja,
til þess að þau þyrftu ekki að vita, hvað þau væru að
gera, og tóku það ráð að flytja alla muni dánu stúlk-
unnar í herbergið, sem þau höfðu ætlað henni, raða
þeim þar niður, og segja svo: »Þetta var herbergið
hennar; þetta var herbergið hennar*. Þau vildu ekki
kannast við það fyrir sjálfum sér, þau vildu ekki leyfa
þeirri hugsun inngöngu, að hún hefði aldrei, ekki einu
sinni næturlangt, sofið í herberginu sínu, notið þess.
Þessa fögru, ástúðlegu blekking höfðu þau í frammi við
sig sjálf. Þeim fór líkt og saklausum börnum, sem í
leikjum sínum láta það vera veruleik, sem er hugsmíð
ein. Og það reyndist rétt, sem presturinn sagði: Guð