Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1927, Blaðsíða 26
116
ísland fullvalda ríki
IÐUNN
talað og lesið. Og bæði fyr en það og síðar sá ég á
hverri vetrárvertíð þann grúa af frönskum fiskiduggum,
að stundum varð engri tölu á komið, vera að veiðum
uppi undir skerjum á Eyrarbakka, en vissi til þess að
annaðhvort komust landsmenn ekki á sjóinn fyrir gæftaleysi
eða þeir urðu að forðast þau mið sem útlendingarnir fjöl-
menntu mest á og fiskur því var mestur fyrir á, til þess
að verða ekki fyrir vogeslum þessum. Ég heyrði talað um
að þeir brytu lög á landsmönnum. Hvorugt af þessu var
til þess fallið að skapa hjá mér þá oftrú á veldi Dana,
að hún væri ólæknandi alla æfi. Ég vissi það snemma
að Danir voru miklu meiri menningarþjóð en Islending-
ar og að til þeirra sóttu íslendingar þann lærdóm sem
ekki var fáanlegur hér. En áður en ég kæmist svo
mikið niður í dönsku máli, að ég hefði not af dönskum
bókum, las ég, næst á eftir Njálssögu og nokkrum öðr-
um fornsögum, íslenzk rit sem fluttu sífellt á öðru leit-
inu ádeilur á danskar stjórnir og afskifti þeirra af Is-
landi og málum þess. Heima hjá mér voru til alþingis-
tíðindin frá upphafi, og um eitt árabil innan fermingar-
aldurs las ég mikið í þeim, helzt í árgöngunum 1859
og þar á eftir, en þá hafði þingið árlega til meðferðar
stjórnarbótarmálið, sem þá var nefnt svo. Það gefur
að skilja að þessi lestur hafi ekki skilið eftir hjá mér
sjálfstæðan eða djúpsettan skilning á því máli eða öðr-
um málum, sem fyrir komu; en allt um það þykir mér
þetta nú hafa verið betur lesið en ólesið. Ég sá á ári
hverju Ný Félagsrit og las í þeim eða heyrði lesið.
Það var öðru nær en að fram hjá mér færi að þá var
uppi íslendingur, sem hugsaði og talaði svo djarft um
framtíð lands og þjóðar, að suma menn sundlaði, en
forsmáði hinsvegar að afla sér lýðhylli með því að telja
mönnum trú um að Islendingum einum allra þjóða væru