Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1927, Síða 14

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1927, Síða 14
104 ísland fullvalda ríki“. IÐUNN samningi við einhvern annan. Ekki þarf að efa að það verði góður samningur, jafnvel engu lakari en Gamli Sáttmáli. En svo er eftir að vita um efndirnar. Gegn afleiðingum styrjalda og byltinga í heiminum geta Islendingar ekki tryggt sig. Enginn fær t. d. við það ráðið, hvar neistar frá öðru eins báli og heims- styrjöldinni kunna að koma niður og hvað þeir geta gert af sér. Ríki og þjóðir, einkum hinar smærri og smæstu, geta, sér ósjálfrátt, dregizt inn í slíkt allsherjar- umrót og komið út úr því aftur öðru vísi til reika en þær hefðu á kosið. En Islendingar hafa getað komizt langt í því að tryggja sig gegn illum afleiðingum af sínum eigin sanmingum. Þegar þeim hafði tekizt að þoka Dönum svo langt til samkomulags sem gert var 1908, þá var allt fengið, sem þangað til hafði verið sótzt eftir, og þá reið á því að gengið væri svo frá því sem fengið var, að því væri ekki stofnað í hættu jafnskjótt og hinn íslenzki reyr yrði skekinn af vindi, hver veit úr hvaða átt. En það sér á, þegar sambandslögin eru lesin niður í kjölinn, að fyrir Islendingum er í fleiru en einu tilliti farið það sem forðum hélt. Hið líkamlega vald, sem byggðist á hermennsku þeirra, hvarf með henni. En það, sem veitti lýðveldinu siðferðislegan og stjórnar- farslegan styrk og festu, er einnig úr sögunni. Meðan lýðveldið var upp á sitt hið bezta, gekk valdið í landinu í erfðir. Höfðingjarnir gengu að goðorðum sínum sem erfðaeign sinni, þegar að þeim kom, og þurftu ekki að hafa fyrir því að berjast til valdanna. Þegar þetta skipu- lag fór út um þúfur, goðorðin komust á tvístring og höfðingjarnir fóru að berjast um þau, þá var úti um sjálfstæði landsins. Höfðingjar nútímans — og bið ég afsakað að ég nefni fyrir stuttleika sakir höfðingja alla þá, sem eru að keppa eftir völdum og metorðum í
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Iðunn : nýr flokkur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.