Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1927, Side 15
IDUNN
ísland fullualda ríki".
105
þessu litla þjóðfélagi — eru ekki bornir til valdanna,
en verða að keppa um þau, og það gera þeir með öll-
um þeim ráðum er innrætið leyfir þeim mönnum sem
ekki eru fæddir höfðingjar. Og þetta ætti þá að vera
hverjum manni íhugunarefni: hið nýja íslenzka riki
byrjar tilveru sina við sama mein sem varð lýð-
veldinu forna að a/durtila. Það sér á að hið nýja
ríki hefir frá upphafi vega sinna mátt vera án þess
sem var önnur meginstoðin undir lýðveldinu forna.
Hagur höfðingjanna er ekki hagur ríkisins. Það getur
komið fyrir að þetta tvennt fari saman; en ef út af því
ber, þá er hagur höfðingjanna látinn sitja í fyrirrúmi.
Það hefur reynslan nógsamlega sýnt.
Hið íslenzka ríki er ekki sem önnur ríki eða sem
aðrir jarðneskir hlutir, að það eigi sér byrjun, blómgun
og hnignun. íslenzka ríkið byrjar á hnignuninni. En það
merkir með öðrum orðum, að þegar hálfrar aldar sjálf-
stjórn var farin að verða að óstjórn, þá var hlaupið í
að útvega landinu heitið fullvalda ríki. Hlaupið í það;
því að þetta tiltæki var ekki löngu fyrirhugað ráð, -ekki
»yfirsýn beztu manna«, heldur voru það yfirboðin og
óheilindin frá Hafvillutímabilinu, sem hér náðu blóma
sínum. Reynslan hefur sýnt átakanlega, að það var ekki
hugsun þeirra manna, sem helzt gengust fyrir því að
útvega landinu þennan frama, að hann myndi verða
læknisdómur við óstjórninni. Sumir þeirra hafa miklu
fremur sýnt það með framferði sínu síðan, að »full-
veldið« er þeim ekki annað en tákn þess að enginn sé
yfir þá sjálfa settur, jafnvel ekki þeirra eigin ábyrgðar-
tilfinning, og að ríkisheitið er þeim ekki annað en mátu-
legt leikfang handa þeim, sem meta það meira að sýnast
en að vera.
En nú er svo komið sem komið er, og er ekki annað