Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1927, Page 16
106
ísland fullvalda ríki“.
IÐUNN
að sjá en að landsmönnum þyki nær undanlekningar-
iaust svo vænt um úrslitin, að þeir myndu ekki taka
í mál að fara að hrófla við þeim, þó að hinn samnings-
aðilinn gæfi kost á því eða æskti þess. En eitt ætti að
vera meinlaust að minnsta kosti. Fyrst alt hér á að vera
sem sjálfstæðast — og verður þó ekki með vissu sagt
að neitt sé hér sjálfstætt nema ósjálfstæðið — þá virð-
ist vera mál til komið fyrir menn, sem eru á því reki
og á þeim menntunarvegi, að fyrir þeim liggur að eiga
að leiðbeina landsmönnum um hvað gera skuli eftir 1940r
að þeir fari að mynda sér sjálfstæða skoðun á þessu
máli og haldi ekki áfram að gína umhugsunarlaust við
öllu því er nú er haldið fram um það sem ófrávíkjan-
legri trúarjátningu. Fyrst og fremst ekki við því, sem
hræsnararnir og spekúlantarnir gala þeim í eyru, menn,
sem sennilega hafa aldrei haft getu á að hugsa málið
né nenningu á að kynna sér það, en, hvað sem því líður,
íelja sér það ráð vænlegast til að fullnægja eigingirni
sinni og hégómagirni, að þeyta um það þjóðflautirnar
seint og snemma. En þeir ættu ekki heldur að taka
fyrir heilagan sannleika alt það sem lærifeður þeirrár
háskólakennararnir, segja þeim um það. Um suma af
þeim mönnum verður ekki betur séð en að þá hafi
dagað svo uppi í þokunni úr henni Hafvillu, að þeim
sé ekki einungis varnað sjónar á því sem á undan
henni hafði gerzt og á bak við þá er, heldur sé þeim
fullveldisorðið allt að því bót allra þeirra meina, sem
blasa við þeim og þeir sjá ekki siður en aðrir, þó að-
þeir taki þeim með þögn og furðulegri þolinmæði.
Það sem öðru fremur hefir knúð mig til að birta
framanritaðar athugasemdir, er ritdómur Ólafs prófess-