Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1927, Síða 18
108
ísland fullvalda ríld“.
ÍDUNN
sföðu og jafn mikils mefinn og hann er, fekur í sama
streng og ég, og lætur ekki á sér heyra að hann hafi
neitt að athuga við þær þungu sakargiftir sem ég bar
á ýmsa menn, bæði þingmenn og embættismenn. En —
samt er það einungis von hans, en engin vissa, að rit
mitt muni fá nokkru áorkað. Og til þess er sú eina or-
sök, að ég hef slysazt til að segja það hreinskilnislega,
að ég skrifa ekki undir hina nýju Agsborgartrúarjátningu
í sambandsmálinu. Því að ný er hún, það vitum við
báðir. Hann tekur fram, að ástæðulaust sé að óttast að
»firrur« mínar verði »sjálfstæði voru að nokkru tjóni«.
Þjóðin sé vaxin frá þeim skoðunum fyrir fullt og fast.
»Firrurnar« eru þannig að hans áliti, gagnslausar fyrst
og fremst, en einnig meinlausar. Allt um það óttast hann
að þær muni spilla fyrir áhrifum af lýsingu þeirri á
endemisástandinu innanlands, sem ég hef látið mönnum
í té og hvorki hann né neinn annar hefur rengt með
einu orði, en almenningur hafði hneykslazt á og fyrir-
dæmt áður en ég tók til máls! Það er einungis spánný
trú, óspillt af nokkurri skynsemistrúarglætu, sem þannig
hegðar sér. Ekki einungis er það vonlaust fyrir »frí-
þenkjarann« að ætla sér að gróðursetja nokkra efa-
semd í svo guðmóðugum söfnuði, heldur á sannleikur,
af öllum þorra manna viðurkenndur, að gjalda þess að
hann, fríþenkjarinn, réðst í það, sem aðrir höfðu kveink-
að sér við, að kveða upp úr með þann sannleik. Frí-
þenkjarinn má víst í tilbót þakka fyrir meðan hann
verður ekki brenndur á báli svo innfjálgrar sjálfstæðis-
tilfinningar.
Prófessorinn gerir sér og öðrum nokkra grein fyrir því,
hvert »firrur« mínar muni eiga rót sína að rekja. Rúmsins
vegna get ég ekki tekið hér upp orðréttan þann kafla úr
grein hans, en verð að láta mér nægja nokkrar tilvitnanir.