Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1927, Page 22
112
ísland fullvalda ríki
IÐUNN
láta. Hans kynslóð er þó ekki komin lengra en það frá
sköpun veraldar, að hana mun verða að telja næstu
kynslóð á eftir minni kynslóð, afkomanda hennar í fyrsta
lið og arftaka. En nú dæmir yngri kynslóðin rétt að vera,
að sú eldri hafi verið haldin af ótrú á Islandi og Is-
lendingum og oftrú á Dönum. En um sjálfa sig segir
hún fyrir munn Ó. L.: »Þjóðin« (að undantekinni einni
eftirlegukind frá eldri kynslóðinni) »er vaxin frá þessum
skoðunum fyrir fullt og fast. Vér erum búnir að sjá það
sjálfir og sýna öðrum, að vér getum staðið óstuddir.
Vér lærðum það ekki hvað sízt í heimsstyrjöldinni* (í
bardaganum við ??). Ef þessi tvö dómsorð eru rétt, þá
verð ég að segja það, að ég veit engin tímamót í sögu
landsins, er svipi til svo skjótra og gagngerðra umskifta,
nema ef vera skyldi kristnitakan ár 1000, þegar allur
blótskapur var afnuminn og allir menn skyldu vera
kristnir á landi hér. En sá er munurinn, að þá héldu
sumir menn áfram að blóta á laun, en nú er sþjóðin
vaxin frá þessum skoðunum fyrir fullt og fast«.
Það er eitthvað ískyggilegt við svo snögg siðaskifti.
Og meinlega villur vegar fer Ó. L. þegar hann er að
gera sér grein fyrir hvernig standi á »firrum« mínum.
Hann man ekki eftir því, að á undan minni kynslóð
var önnur kynslóð og að þá voru uppi menn með svo
lifandi trú að þeir menn, sem nú eru að vinna að því
að sú trú reynist að hafa verið oftrú, hafa aldrei verið
verðir þess að leysa skóþvengi þeirra. Vöggugjafir minnar
kynslóðar voru orð og dæmi þeirra manna. Á nú að
fara að kenna lýðnum það, að þeir ]ón Sigurðsson,
Jór.as Hallgrímsson og Tómas Sæmundsson hafi verið
áð innræta íslendingum ótrú á landi og þjóð og oftrú á
Dönum? Hugsun prófessorsins hefur það vitanlega ekki
verið, en jafn óneitanlega verður.útkoman hjá honum þessi.