Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1927, Side 29
IÐUNN
ísland fullvalda ríki
119
jón Sigurðsson var að reyna að ofurselja þeim land og
þjóð. Ef fórna skal nokkru í þessu skyni, ætti mönnum
að vera einna ósárast um hendurnar sem hafðar voru
til að undirskrifa bankastjóraskipun handhafans.
Þegar rit mitt Nýi Sáttmáli var komið út, vék sér
að mér á förnum vegi háskólakennari einn og vottaði
mér þakkir fyrir það, nema fyrir »afturhaldið í stór-
pólitíkinni*, sem hann nefndi svo. Hann sagðist hafa
verið á Þingvallafundi 1907 og fundið, að þá hafi menn
fyrst þorað að kveða upp úr með kröfuna um að landið
yrði viðurkennt sérstakt ríki. Ófróður hefur hann þá
verið um það sem gerðist 34 árum áður, á Þingvalla-
fundi 1873, og eitthvað hefur hamlað honum frá að
koma auga á þann sannleika, að það er vandalaust að
gera háar kröfur, þegar menn eru annaðhvort svo ein-
faldir sem þeir voru 1873 eða svo tvöfaldir sem sumir
menn voru 1907. Annars er það heimska ein að vera
að tala um afturhald eða framsókn í þessu efni, því að
hér er að eins spurning um það hvernig haganlegast
og hyggilegast verði bætt úr þörf landsmanna fyrir sam-
band, sem sameini það tvennt, að vera þeim ómissandi
stuðningur út á við (því að illa fer á því að nefna
landið »hið dýrlega framtíðarland* og látast jafnframt
ekki skilja það að nokkur vilji líta við því annar en
Danir) og sízt sé hætt við að reynist þeim ofjarl. Sú
þörf breytist ekki né hverfur á fám áratugum. Hún var
til 1873 og hún var til 1907, hún er til enn í dag og
hún verður það svo lengi á ókominni tíð sem unnt er
að gera sér grein fyrir.
Á Þingvallafundi 1873 voru menn einfaldir, því verður
ekki neitað. Ástæður þær, sem talsmenn konungssam-
bandsins færðu fyrir 1. gr. frumvarpsins, líta svona út:
»Vér mundum, sögðu þeir, eigi þurfa hjálpar Dana