Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1927, Page 33

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1927, Page 33
ÍÐUNN Island fullvalda ríki“. 123- fæstum Reykvíkingum að minnsta kosti mjög ókunnuglega fyrir. En hafi einhverjir þeirra þrátt fyrir það lesið hana með jafn mikilli athygli og aðrar greinar í sama blaði, þá er ekki ólíklegt að þeim hafi komið til hugar að liggja bæjarfógetanum á hálsi fyrir það að hann hefur þagað yfir ástandinu í öll þau ár sem hann hefur verið umsjónarmaður hegningarhússins og aldrei notað þing- mennsku sína til að fá ráðið bót á því. Það er þó varla full ástæða til að álasa honum fyrir það að hann hefur ekki hreyft málinu á alþingi, þótt reyndar hefði hann með því gert hreint fyrir sínum dyrum. í meira en mánuð eftir að viðtal hans við ritstjórnina var birt, sat þingið á rökstólum. Nú vissi það, að því eða öðrum voru ekki boðnar órökstuddar dylgjur eða Gróusögur, heldur var sagður óhrekjandi sannleikur, þótt ljótur væri. En svo skildu þingmenn í þinglok, að ekki hafði verið minnzt á málið í þinginu með einu orði. Og þó er þingmönnum það ekki síður ljóst' en öðrum, að með hverjum degi sem líður svo, að endemisástand þetta er látið afskiftalaust af þeim sem skyldast er að ráða bót á því, er vísvitandi haldið áfram að eitra þjóðfélagið. Hafi það ekki áður verið bert að alþingi skoðar réttar- farið í Iandinu sem eitthvert aukaatriði, er því hlýði ekki að fórna neinu af sínum dýrmæta og, svo sem kunnugt er, trúlega notaða tíma, þá má það nú vera orðið lýðum ljóst. Þingsins vegna eða til þess að koma þjóðfulltrúunum til að blygðast sín þjóðarinnar vegna hefur það því ekki verið að bæjarfógetinn fer seint og síðar meir að lýsa því opinberlega við hverja erfiðleika hann og þó miklu fremur fulltrúar hans hafa átt og eiga að stríða í starfi sínu. En í einhverju skyni hefur hann gert það. Og það getur þá ekki annað verið en að hann hafi ætlað að

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.