Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1927, Page 34

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1927, Page 34
124 ísland fullvalda ríki“. IÐUNN koma einhverri hreyfingu, ef ekki á landslýðinn í heild sinni, þá á íbúa höfuðstaðarins, svo að þeir færu t. d. að ráðgera samsæri gegn skúrunum sem bæjarstjórn þeirra hefur hlaðið undir þá sem vilja hafa tal af föng- unum í hegningarhúsinu. En svo eru liðnir tveir mán- uðir síðan skýrsla bæjarfógetans birtist, að ekki hefur orðið annars vart en að Reykvíkingar »stein«sofi. Það má jafnvel mikið vera ef þeir óska þess ekki að ástand það, sem bæjarfógetinn hefur lýst, fái að haldast með ummerkjum í nokkur ár enn. Af því að borin von mun vera á því að »háborg íslenzkrar menningar* verði komin upp 1930, kann að þykja betra en ekki að hafa »þjóð- arsmánina« til að sýna gestum landsins á næstu þúsund- árahátíð þess. Ég vil að menn sé ekki að fara í kynslóðajöfnuð. jónas Hallgrímsson hafði vaðið fyrir neðan sig þegar hann spáði því að hér myndu verða frjálsir menn þegar aldir renna. Síðan er ekki liðin öld. Sigurður Þórðarson.

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.