Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1927, Page 42

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1927, Page 42
132 Hvalveiðar í Suðurhöfum. IÐUNN maður sem aldrei sér á, og aldrei skeikar og aldrei getur vilst. Smámsaman tekur að skíma, og sjást jökultindarnir á Grahamslandi gægjast út úr sortanum. Þeir smálýsast þar til þeir standa snjóhvítir í allri dýrð sinni. Vfir þennan Hvalur í skotfæri. Skyttan viðbúin við fallbyssuna. Framendi skutulsins stendur fram úr hlaupinu. fjallaklasa hefir engum enn tekist að komast og hafa þó ýmsir reynt. En allar athuganir og hugleiðingar stöðvast við það, að varðmaðurinn uppi í tunnunni, sem skimað hefir vandlega í allar áttir, hrópar, að hvalir sé framundan. Hraðinn er aukinn, og eftir skamma stund sjást hval- irnir vel. Þeir eru tveir og fara sér hægt og rólega og þeyta sjónum í loft upp með jöfnu millibili. Það má þekkja á blæstrinum að hér eru bláhveli á ferð, stærstu og verðmætustu hvalirnir í Suðurhöfum.

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.