Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1927, Page 50

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1927, Page 50
140 Húsið hennar Evlalíu. IÐUNN stunda ferð til þess að skoða húsið. Nú stóð ég þarna á dyratröppunum og hringdi bjöllunni. Bjallan var stór og hékk hátt í anddyrinu; niður úr henni hékk strengur úr málmblendingi, líkur kaðli, með skúf á enda. Var auðsætt, að til bjöllunnar mundi heyrast langar leiðir í tæru og kyrru sveitaloftinu. Að minsta kosti heyrðist vel til bjöllunnar í litlu bændabýli með stráþaki, er stóð svo sem hundrað skrefa niður með brautinni. Að vörmu spori komu karlmaður og kvenmaður út úr litla býlinu, störðu stundarkorn þangað sem ég stóð, og lögðu síðan á stað í áttina til mín. Þetta var aldraður maður, dökkur á hörund, og öldruð kona, gráhærð. Gamli maðurinn var í grófum baðmullarfötum, en konan var með laglega, hvíta baðm- ullarhúfu og bláa svuntu; göngulagið var nokkuð þung- lamalegt, eins og títt er um bændafólk. Þegar við höfðum heilsast, spurði ég, hvort þetta væru ekki herra og frú Leroux, og gat þess jafnframt, að ég væri þangað kominn frá umboðsmanninum í Dieppe, til þess að líta á húsið þeirra; eflaust hefðu þau átt von á mér; umboðsmaðurinn hafði sagt að hann mundi gera þeim aðvarf. En alveg kom mér það á vart, að þessi boðskapur minn viríist koma þeim í einhvers konar vandræði; ég hefði jafnvel mátt hugsa, að ég með orðum mínum hefði valdið þeim ama og jafnvel sorgar. Rúnir elli og þreytu voru skýrt afmarkaðar á andlitum þeirra og þau horfðu á mig angistarfullu augnaráði. Þau litu vandræðalega hvort framan í annað. Konan neri titrandi saman hönd- um. Gamli maðurinn hikaði við og gat loks sagt: »Þér eruð kominn, herra minn, til að líta á húsið okkar?« »Vissulega«, mælti ég, »umboðsmaðurinn hefir eflaust

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.