Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1927, Síða 65
IÐUNN
Þjóðmálastefnur.
155
yfir lífskjörum og sálum manna gegnum margháttuð
sambönd þjóðskipulagsins.
Nytsemdar- og fræðslustefnan samfara óheftu fram-
taki beindi för þjóðanna út á brautir auðhyggjunnar..
Og með stórfeldum verklegum framkvæmdum, stóriðju
og stóratvinnurekstri hefir skapast fjölmenn öreigastétt
í löndunum. Þar sem auðhyggja mótar athafnir manna
og sambýlishætti til verulegra muna, verða harðast úti
þeir, sem fátækastir eru. Enda er nú risin frá grunni
þjóðríkjanna hávær krafa um gerbreytingar á þjóðskipu-
lagi og stjórnarháttum þjóðanna. Þær stéttir, sem verða
mest fyrir barðinu á nútíðaröfgunum, krefjast réttar til
þess að skipa stjórnarháttum og atvinnubrögðum eftir
sínu viti.
Yfirlitið er þá sem hér segir: Herkonungar eru liðnir
undir lok, einvöldum er steypt af stóli, aðall og klerkar
sviftir valdir, keisaradæmi hrunin og lýðstjórnarskipulagið
hefir með óheftu framtaki og vaxandi auðsöfnun ein-
staklinga fóstrað í skauti sér þá meinsemd, er það skyldi
einkum vinna bug á: ofurvaldi einstaklinga yfir örlögum
og lífskjörum manna og þjóða. Verði eigi að gert, horfir
enn til sama ófarnaðar og jafnan áður. Allar þjóðskipu-
lagstilraunir mannanna virðast hafa strandað á sama skeri:
eðlisbrestum þeirra, rótgróinni hneigð þeirra til þess að
beita valdi og yfirtroðslum.
II.
, Tveir eru meginþættir í óslitinni viðleitni mannanna
að koma sambýlisháttum sínum í viðunanlegt horf. Er
annar sá, að koma til leiðar réttri skipun um stjórnar-
far og mannréttindi. Hinn er skifting auðs og arðs milli
þeirra aðilja, sem eiga hlut að framleiðslu nýrra verðmæta.