Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1927, Side 68

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1927, Side 68
158 Þjóðmálastefnur. IÐUNN og þar fram eftir götunum. Ef til vill má segja, aÖ annað væri æskilegra. Þess ber þó að gæta, að ástand, sem ríkir um heim allan, getur ekki verið orðið til að nauðsynjalausu, heldur er það vitanlega risið af djúpum orsökum. Blindir áfellisdómar yfir almenningi fyrir þess- ar sakir, eru ekkert annað en óbeinar yfirlýsingar þeirra manna, sem fella þá, um athugunarskort og skilnings- brest þeirra sjálfra. Stéttabaráttan er óhjákvæmileg af- leiðing fjölbreytilegrar verkskiftingar og fjárhyggjumenn- ingar þeirrar, sem nytsemisstefnan og efnishyggjan hefir fóstrað í skauti sínu. Enn ber á það að líta, að flokkaskifting, sem hið ytra virðist reist á hagsmunabaráttu stétta, á öðrum þræði rætur sínar í sálarlífi manna og lífsskoðunum. Lífskjörin móta sálarlíf manna og skoðanir. Og skoðan- irnar verða reistar á reynslu og útsýn hvers og eins, hvar sem hann á stöðu í atvinnufylkingum landanna. Auðherrann, sem rakar saman hundruðum miljóna króna af starfi stritandi manna í verksmiðjum hans, verður þeirrar skoðunar, að svo bezt farnist mannkyninu, að hann og hans líkar hafi ráð fjöldans og lífskjör í hendi sér. Sú skoðun er rík meðal svo nefndra framtaksmanna og auðkýfinga, að viss tegund af mönnum sé forsjón almúgans, að þeir eigi að hafa umráð fjár og atvinnu- bragða í hendi sér og vera atvinnu-»veitendur«, en múgurinn þakklátir »þiggjendur*. — Öreiginn, aftur á móti, sem frá erfiði daganna ber úr býtum skorinn skamt lífsviðurværis, en fer á mis við þægindi og fegrun lífsins, verður þeirrar skoðunar, að auðkýfingarnir séu sannkallaðir djöflar í mannsmynd, sem steypi mannkyn- inu í ófarnað, og að þeir, sem standi undir þyngstum byrðum, skilji bezt hvar skórinn kreppir og kunni fram- ast skil þeirra úrlausnarráða, sem að haldi megi koma.

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.