Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1927, Page 76
166
Þjóðmálastefnur.
IÐUNN
sé haldið til öfga á tvær hendur. Þeir eru jafnaðar-
mönnum sammála um, að hrinda beri ofurvaldi fjárhyggj-
unnar og koma skipulagi á sambúðarhætti og viðskifti
manna. Hinsvegar eru þeir ótrúaðir á bráðar umbylt-
ingar. Þeir segja: Umbótaviðleitnin er lögmál, sem ekki
verður hnept í fjötra, án þess af hljótist bylting fyr eða
síðar. Höft á slíkri þróun er brot gegn eðlislögmáli og
væri svipað því að bera farg á eldfjall. Þeir telja þver-
brotna andstöðu gegn skipulagsumbótum og breytingum
óviturlega, því að hún bjóði byltingum heim. Samvinnu-
imenn eru á einu máli og sameignarmenn um það, að
málum öllum beri að skipa með heill almennings fyrir
augum og að stofnsetja beri þjóðríki jarðarinnar á rétt-
læti, siðfágun og almennri þroskunarviðleitni. En sam-
vinnumenn eru jafnaðarmönnum ósammála um leið að
markinu eða starfsaðferðir.
Eins og bent var á hér að framan, virðast allar þjóð-
skipulagstilraunir hafa strandað á mannlegum eðlisbrest-
um. Samvinnumenn telja þess enga von, að mannlegu
eðli verði breytt með snöggum umbyltingum eða laga-
setningu. Sérhvert skipulag, sem gerir hærri kröfur til
mannlegs eðlis, en það getur á hverjum tíma fullnægt,
liggur undir áföllum. Þess vegna ber að láta umbóta-
viðleitnina verða jafnframt uppe/í//sviðleitni þannig, að
skipulagið verði einskonar uppe/disstofnun, en hljóti um
leið styrk sinn og grunnfestu í almennum þroska. Sam-
vinnumenn eru mótfallnir því, að hefta beri framtak ein-
staklingsins, heldur beri að styðja það innan siðmenni/egs
skipulags og bróðurlegra skifta, en reisa sterkar skorður
gegn yfirtroðslum og rangsleitni.
Ráð samvinnumanna gegn þrætum og rangsleitni í
atvinnumálum og viðskiftum er hið svonefnda samvinnu-
skipulag: Borgararnir ganga saman í félög, af fúsum og