Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1927, Side 78

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1927, Side 78
168 Þjóðmálastefnur. IÐUNN VI. Hingað til hefir einkum verið litið á samvinnustefnuna eins og ákveðið verzlunarform. Fáir, sem rita um opin- ber mál, hafa skygnst dýpra. Andstæðingar samvinnu- stefnunnar, kaupmennirnir, hafa löngum á því klifað, að verið væri »að draga samvinnumálin inn í pólitík*, eins og verzlunarmálin væru óviðkomandi landsmálum! And- stæðingum stefnunnar hefir jafnvel tekist að skjóta sum- um fylgjendum hennar skelk í bringu. Það er að vísu rangt á litið, að samvinnufélögin sjálf hafi afskifti af landsmálum yfirleitt. Hinsvegar er það mjög eðlilegt, að þeir menn, sem standa saman í samvinnufélögum, skipi sér einnig saman í þjóðmálasveitir vegna skoðanaskyld- leika og svipaðrar þjóðfélagsaðstöðu. Eg hefi ritað þessa grein, til þess fyrst og fremst, að veita lesendum Iðunnar yfirlit um þjóðmálastefnur þær, sem uppi eru í landinu, eðli þeirra, uppruna þeirra og afstöðu til þeirra höfuðvandamála, sem liggja fyrir til úrlausnar. I öðru lagi tel ég þess brýna þörf, að gera grein fyrir afstöðu samvinnustefnunnar framar en gert hefir verið í umræðum um landsmál. Eins og lesendurn- ir sjá, er því hér haldið fram, að samvirmustefnan sé þjóðmálastefna. Þetta hefir ekki verið alment viðurkent, enn sem komið er. En til þess liggja þau rök, að sam- vinnustefnan ber í skipulagi sínu og kenningum ákveðin úrlausnarráð á sárustu og brýnustu úrlausnarefnum mannanna í atvinnu- og viðskifta-málum. Hún er og til þess fallin, að leysa á sinn hátt hverskonar viðfangsefni í sambúð manna á jörðu hér. En til frekari glöggvunar um verkefni samvinnunnar skulu tekin fram eftirfarandi rök: íhaldsmenn og bylt- ingamenn eru gagngerðar andstæður. Aðrir vilja kyr-

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.