Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1927, Blaðsíða 79
IÐUNN
Þjóömálastefnur.
169
stöðu í skipulagsmálum, hinir gerbreytingu. Aðrirhvorir
verða að ráða óskorað og er engin miðlun hugsanleg.
Annaðhvort verða íhaldsmenn að halda hinum óánægðu
og byltingasinnuðu stéttum undir járnhæl fjárvalds og
laga-rangsleitni, ellegar að verða sjálfir troðnir undir fót-
um æðandi niðurbrotsmanna. Þar sem þessar stéttir halda
áfram að togast á með vaxandi ofsa, stækkar bilið milli
þeirra, unz það veldur broti þjóðríkjanna.
Verkefni samvinnumanna verður að sporna gegn
óhöppum þeim, sem stofnað er til með vaxandi illdeilum
auðvaldsins og öreiganna. Hlutverk samvinnumanna er,
að brúa bilið og skipa öfgum beggja handa til jafnvægis.
Af þessum ástæðum verða samvinnumenn að taka sér
stöðu í miðflokkum landanna; sitja fyrir ádeilum beggja
hinna stríðandi flokka og horfa til landvinninga í báðar
áttir. Kjörorð samvinnumanna gætu því verið þessi:
Ekki öreigar, heldur bjargálnamenn; ekki auðsöfnun
einstaklinga,, bygð á féflettingu og yfirtroðslum, held-
ur samstarfandi merin, sem hlíta skipulagi siðmenningar
<og bróðernis.
í maí 1927.
Jónas Þorbergsson.
Lesið auglýsingarnar! Gerið svo vel að láta
Iðunnar getið, er þér skiftið við
þá, sem aug/ýsa í ritinu.