Kirkjuritið - 01.02.1935, Qupperneq 9
Kirk juritiö.
OXFORDHREYFINGIN NÝJA.
Heimasamkomur. — Siðgæðishugsjónir.
I'ylgismenn Oxfordhreyfingarinnar ætla einkum heima-
S(imkomum að breiða hana út. Þær eiga að vera upp-
sPrettulindirnar, þar sem lífsstraumurinn vellur fram úr
djúpunum, og frjóvga héruðin og löndin umhverfis og'
na þannig að lokum yfir alla jörðina. Verður þeim nú
lýst hér í stuttu máli eftir frásögn þátttakanda.
Þegar brautryðjandaflokkur stefnunnar kemur í borg
eða þorp, þá er þar hafður nokkur viðbúnaður og' séð
þvrir gistingu fjölda fólks i allmarga daga. Margt
Rianna hópast saman, og er lifað eins nánum samvist-
11111 og liúsakynni og aðrar aðstæður leyfa, t. d. er sam-
eiginlegt borðhald og gist i sama húsi eða húsahverfi,
ef flokkurinn verður ekki of stór til þess. Annars skift-
lst hann í smærri hópa.
Morguninn byrjar svo, að fólkið kemur saman og
þögn ríkir um stund. Hugirnir leita Guðs í trausti til
þess, að hann birti þeim vilja sinn, er þrá hann, og hann
er beðinn um vegsögn hinn nýja dag og komandi daga.
Margir hafa hjá sér blað og ritblý og skrifa jafnóðum
þær hugsanir, sem þeim finst Guð vekja í brjósti sér.
Allmiklum hluta dagsins er síðar varið til biblíulestra
°g bæna og viðræðna um trúmál einslega. Minna þær
Vlðræður margar á skriftir, því að menn segja frá ávirð-
mgum sínum og göllum og leita hjálpar til þess að lifa
betra lífi, en munurinn er þó sá, að annar er ekki
skriftafaðir og hinn skriftabarn, heldur báðir bræður og
Jafningjar og hvorugur dylst fyrir hinum. Hver um sig
5