Kirkjuritið - 01.02.1935, Page 37

Kirkjuritið - 01.02.1935, Page 37
Kirkjuritið. Erlendar fréttir. 93 Heiðursgjöf. Söfnuður Djúpavogssóknar færði sóknarpresti sínum, séra Garðari Svafarssyni, og konu hans vandað útvarpsviðtæki í jóla- gjöf. Var þeim gjöfin afhent, er komið var frá aftansöng á að- tangadagskvöld. Barnasamkomur í sveit. Séra Óskar Þorláksson prófastur á Kirkjubæarklaustri, hefir í vetur gengist fyrir samkomum fyrir börn í prestakalli sínu og notið" til þess atbeina kvenfélaga. Samkomur þessar hafa tekist prýðilega, og orðið börnunum bæði til gleði og upp- byggingar. Safnaðarfræðsla. Valdimar Snævarr skólastjóri heldur áfram safnaðarfræðsl- unni, sem hann byrjaði í fyrra, og sýnir jafnframt öðru hvoru skuggamyndir. Aðsókn að erindum hans eykst jafnt og ])étt og er gjörður að þeim hinn bezti rómur. ERLENDAR FRÉTTIR. Frá Noregi. Helztu kirkjulegar fréttir þaðan eru frá Oxfordhreyfingunni. Fraiik Buchman og 80 manna flokkur með honum hefir starf- uð þar vikum saman undanfarið, í Osló og fleiri bæjum. Afar- mikill fólksfjöldi hefir streymt að samkomum þeirra og orðið i'yrir djúpum áhrifum. Er lýsing á stærstu samkomunni í ,,Ber- linske Tidende“ á aðlangadag, rituð af sjónarvotti. Bregður sú grein skýru ljósi yfir starfið í Noregi og fylgir því útdráttur úr henni: Mesta trúboðshúsið í Osló er troðfult af fólki, en margir verða frá að hverfa. Gólf, svalir og göng eru alskipuð. Þarna eru margir, sem aldrei munu áður hafa litið inn i trúboðshús, °g heldur marglitur söfnuður. Dýrir loðfeldir hjá slitnum káp- um og treyjum, fátækar verkakonur við hliðina á skrautbún- um hefðarfrúm. Og það sem mesta undrun vekur: Hér er sæg- ur af ungu fólki.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.