Kirkjuritið - 01.02.1935, Page 27
Kirkjuritið.
Sálmabókarmálið.
83
Stffi'. Matthíasson hélt, að nefndin hefði breytt ein-
hverju í sálmum eftir föður lians (Matth. Joch.), en
lann síðan sjálfur allar þessar „ímynduðu breytingar“
1 handritum skáldsins, að sögn, þótt ljóðin væru annars-
staðar prentuð með nokkrum orðamun; nefndin stóð
hrein eftir; mæringurinn hafði sjálfur leyft sér að víkja
Þessu til og frá. — Hvers virði verður þá sú kæra? —
i þessu sambandi má geta þess, að einhversstaðar var tal-
að um, að breyzt hefði í höndum nefndarinnar sálmur
ettir annan látinn liöf., Grím Thomsen, en breytingin
reyndist hans eigið verk. Er slík fáfræði gagnrýnenda lítt
a borð bera'ndi. En af þeim tveim „sálmum“, sem Gr. Th.
á í safninu (nr. 867 og 869), er liinn síðari a. m. k. ekki
salniur í eiginlegum skilningi, eins og reyndar segja má
um talsvert af þessum ljóðum. —
Dagur Brynjólfsson var meðal kærenda, án þess að
nefndin hefði nokkru breytt i sálmum föður hans
(Brynj. Jónssonar frá Minna-Núpi); er því líklegt, að
það hafi verið vegna „vantandi" leyfis. — Annars geta
kunnugir væntanlega farið nærri um það, livort gamli
maðurinn hefði valið þessa leið.
Ólína Þorsteinsdóttir var og með, vegna sálma manns
hennar, Guðm. heitins Guðmundssonar; engu var þar
breytt af nefndinni, en leyfis konunnar hafði víst eigi
verið leitað.
koks er einn þeirra, er kærðu, Ölafur Briem, ung-
llr maður, sonarsonur Valdimars Briems, sem vildi
-bera blak“ af afa sínum! — Iíæruefnið var ekki stór-
Vaegilegt og mætti jafnvel ætla, að afa hans hefði þótt
Htið til slíkrar rekistefnu koma, því að eigi mun hann
bafa haft á móti því, að hans ágætu ljóð yrðu almenn-
ln§i til nota þótt meira að segja einu eða tveimur orð-
um yrði vikið við, svo að betur færi á. Talið er, að þetta
komi fyrir í einum sálmi (nr. 756), 3. versi; nefndin
setti „sá, sem blíður elskar alla, elskar Guð og frelsar-
ann“ fyrir „sá, sem blíður elskar alla, einkum Guð og
6*