Kirkjuritið - 01.02.1935, Side 38
94
Erlendar fréttir.
Kirkjuritið.
í húsinu er voldugt orgel. Það er ekki snert. Enginn sálma-
söngur. Þrekinn maður, einarðlegur og skarpleitur stígur í
rœðustólinn. Það er Frank Duchman. Hann segir í stuttu máli
frá fyrstu sigurförinni i Noregi. Því næst stýrir hann samkorn-
unni og kallar fram þá, er hann vill.
Fyrstir koma Norðmenn og þar fremstur í flokki Frederik
Ramm, rithöfundur, sem áður hafði tekið þátt i ferðum Amund-
sens og ferðast um allan hnöttinn. Hann segir frá því, að hann
hafi komist í mesta lífsháska á sjó, þegar hann var barn. Þá
hafi innri rödd sagt við hann: Vertu rólegur, því að þú óll
enn eftir störf hér i lífi. Og nú eru þau komin. Þau sögðu við
hann: „Vér erum verkin, sem áttu að vinnast“. Kallið kom til
hans og hann fylgdi því. „Fylgið kölluninni“, segir hann að
lokum, „hún getur komið hvenær sem er“.
Næstur er málfærslumaður í Osló. Hann hafði aldrei komið
í kirkju árum saman, nema til barnaskírnar, ekki opnað Biblí-
una né hugsað um trúmál. Þá fór hann af hendingu á Oxford-
samkomu. Hann heyrði menn lýsa trúarreynslu sinni hvern af
öðrum. Hann var búinn að fá æfingu i þvi að meta vitnafram-
burð. Þessi vitnaleiðsla var sönn. Hann fór að leita sjálfur, og
það tók að hrynja af honum, sem hann liafði dúðað sig með.
Hann var eins og harn, sem á að stökkva út i vatnið, ósynt. En
hann stökk út í og alt fór vel.
Barnungur stúdent, friður sýnum og glaðlegur, stígur i stól-
inn. Það er sonur Hambro forseta. Hann segir fjörlega frá dvöl
sinni í Björgvin með Oxfordflokknum. Hann var þar í kirkju
við guðsþjónustu að morgni, og var guðsþjónustunni útvarpað.
Alt í einu er hann kominn i prédikunarstólinn og á nú að
ávarpa allan Noreg — alla Evrópu ef til vill. Presturinn í Björg-
vin er eins og þrumulostinn af undrun. Venjulega eru ekki
nema um 30 manns við morgunguðsþjónustu í kirkjunni — nú
eru þar 800. Við aðrar guðsþjónustur í Björgvin urðu ræðu-
menn stundum að fara inn um gluggann til þess að komast að.
Næstur kemur fram norskur útgerðarmaður og þá hollenzkur
kaupmaður. Báðir segja þeir fró því, livernig afstaða þeirra til
starfsfólks síns hafi gjörbreyzt. Áður þótti þeim það ekki vera
til annars en að vinna og fó svo kaup sitt — nú er það bræð-
ur og systur, sem þeir fylgjast með hæði í gleði og sorg.
Háskólakennari er næstur, prófessor II. II. Grou, sem kennir
grasafræði við Oslóarháskóla. Hann kveðst aldrei hafa haft sér-
stakan áhuga á trúmálum fram að þessu; vísindin hafi nægt sér.
En hann liafi komist mjög við, er hann hlýddi á ræður Oxford-
manna í Gjejlo. Þó áræddi hann ekki þá að stíga sporið i trú-