Kirkjuritið - 01.02.1935, Side 12

Kirkjuritið - 01.02.1935, Side 12
68 Ásmundur Guðmundsson: KirkjuritiS. Einlægni er grundvallarskilyrði þess, að eitthvað verði ágengt. Án hennar komast menn ekki úr sporum. Þeir verða að gjöra sjálfum sér Ijóst, hvað veldur því, að þá skortir lifandi meðvitund um Guð og þeir geta ekki gefist honum á vald. Þeir verða að þora að horf- ast í augu við það, hvernig þeir eru í raun og veru, án þess að dyljast fyrir sér eða blekkja sig' í neinu. Það er eitthvað, sem þeir eru svo ánetjaðir, að þeir geta ekki skilið við það til þess að ganga alveg (xuði á hönd. Þeim er eins og ríka unglingnum feldur að fótum ein- liver fjötur, sem þeim finst þeir ekki megna að slíta, eða — sem verra er — vilja ekki slíta. Þetta þurfa þeir að sjá skýrt, svo að þeir viti, að þeir eiga að velja í milli Guðs og þess. Og þá fyrst, þegar þeir hafa valið liann af öllu hjarta, þá opnast þeim leiðin til nýs og betra lífs. Samuel Shoemaker liefir varpað yfir þetta skýru ljósi, er hann segir frá fyrstu samvistum ])eirra Buchmans. Hann hafði bent Bucliman á ungan mann, sem hann ætti að snúa til kristni. „Af hverju gjörir þú það ekki?“ svaraði Buclnnan. Svo bætti hann við: „En ef þú skyldir ekki hafa neitt að gefa, hvað þá?“ Shoemaker varð i fyrstu ofsareiður, en þegar meira jafnvægi var aftur komið á skapsmunina, sá hann, að Buchman liafði haft fullan rétt til að spyrja svo. Hvað hafði hann að gefa öðrum? Hann var sannar- lega ekki aflögufær. Hann hafði engan kraft að miðla öðrum, af því að kraftur frá Guði streymdi ekki inn i sál hans. Synd hans olli því. Hann hélt dauðahaldi í það, sem skildi liann frá Guði. Hann sá, að ef liann sliti sig frá því og sneri sér heilum huga að heimi liins góða, þá myndi lif hans verða alt annað. Hann lá andvaka þá nótt. Það sem skygði á Guð reis hærra og hærra. Ætl- aði hann að láta skoplítinn vilja sinn andæfa vilja Guðs? Þá heyrði hann glögt í anda rödd, sem sagði: Mdlefni mitt verður ekki falið öðrum en þeim, sem er minn al- gjörlega. Þetta varð úrslitastundin •— upphafið að nýju lífi.

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.