Kirkjuritið - 01.02.1935, Blaðsíða 31
Kirkjuritið. Séra Guðmundur Guðmundsson.
87
skoðunum sínum, enda voru skoðanir hans svo skýrar,
að ekki var um að villast.
Séra Guðmundur var bardagamaður, reiðubúinn til
sóknar og varnar. Þegar hann var vígður, voru lesin upp
orðin um þann þjón, sem á að vera fær um að hrekja
þá, sem móti mæla. Það má segja, að séra Guðmundi
veittist þetta auðvelt, því að hann var vitur maður, er
kunni hæði að tala og rita. Ég býst við því, að margir
séu mér sammála, er ég, i sambandi við minningarnar
um séra Guðmund, bendi á hin fornhelgu orð: „Vizka
er á vörum hyggins manns“. Séra Guðmundur var ís-
lendingur, sem kunni íslenzku. Hann gat sagt:
Móðurmálið mitt góða,
ið mjúka og ríka,
orð áttu enn eins og forðum
mér yndið að veita.
Hann elskaði land og fólk og feðratungu. Baráttuna
þekti hann af eigin reynd, því að lífið tók hann ekki ætíð
mjúkum tökum. En liann æðraðist ekki í baráttunni.
Sjálfur gekk liann fram fyrir skjöldu og eggjaði aðra
íil sóknar. Sannur ættjarðarviiiur, er vildi rétt og heið-
ur þjóðarinnar og talaði máli lítilmagnans. Þessi orð
postulans fóru ekki fram hjá honum: „Ég vegsama
þjónustu mína, ef ég gæti vakið vandlæti hjá ættmonn-
um mínum“. Vandlátur var liann og kröfuharður, og
taldi það sjálfsagt að vekja vandlæti hjá sjálfum sér og
öðrum, og snemma æfinnar hafði hann tamið sér að
gera lcröfur til sjálfs sín. Hann hélt fast á máli sinu,
því að anda hugleysis átti hann ekki, heldur anda hug-
rekkis, svo að honum var eðlilegt að herjast fyrir sann-
færing sinni, en hann var svo vitur maður, að hann
gat séð ástæður til þess, að allir væru ekki á sama máli
og hann.
Öflugur liðsmaður var hann góðu málefni. Bindindis-
maður meir en í orði, það málefni og starf átti ekki
hug hans hálfan, þar var liann með lífi og sál, þvi að