Kirkjuritið - 01.02.1935, Side 28
84
Gísli Sveinsson:
Kirkjuritið.
frelsarann“, sem í efni málsins þótti óviðkunnanlegra,
en getur verið álitamál. (Um aðra breyt. mun þar ekki
að ræða). — Um þennan kærandann er það ekki aðeins
spurning, livort hann hafi haft ástæðu til þess að fylgja
hinum, heldur einnig, hvort liann hefir haft til þess fult
umboð, því að fleiri eru þar jafnbornir erfingjar.
Þá er þeirri upptalningu lokið.
Það er að fullu greinilegt, sem nefndin hefir gefið til
kynna, að liún hafi „gert smábreytingar hjá sranum höf-
undu'num til þess að laga málfæri og til þess að gera
versin sönghæf", og tel ég óhikað hvorugt vítavert í
þessu sambandi, heldur eftir atvikum sjálfsagt, sam-
kvæmt því sjónarmiði, sem liún varð að binda starf sitt
við. Sem dæmi má nefna breyt. í sálmi (nr. 812, þýð.)
eftir Stgr. Tborsteinson (sem auðvitað enginn kærði):
2. er. byrjar: „Breið þú yfir berg og dali“ o. s. frv. í stað
„Ó, breið yfir berg og dali“ (ósöngliæft); og seinni hluti
3. er.: „Niður anda lát þinn líða“ fyrir „Lát þinn anda
niður líða“ (rímgalli) — breytingar, sem hverjum höf-
undi myndi þökk á, að gerðar væru.---------
Ég hefi þá eytt nokkrum tima í það að tilgreina ná-
kvæmlega, eftir þeim heimildum, sem ég hefi getað haft
aðgang að, í liverju liin alræmdu kæruatriði á hendur
þessari síðustu „sálmabókarnefnd“ vóru innifalin (að
því er snerti „heimildarleysi“ og ,,breytingar“), at-
riði, er svo urðu afdrifarík sem kunnugt er og áður
er á minst. Má segja með sanni, að þar hafi lílil þúfa
velt nokkuð stóru hlassi. Hér skal vitaskuld ekki út í
það farið að athuga, hvort málsefni vóru í raun réttri
það rík eftir öllum ástæðum, að réttlæzt hefði að gera
þetta umrædda sálmakver upptækt o. s. frv. Málið út-
kljáðist milli aðilja á þeim grundvelli og án dóms, og
nær það þvi ekki lengra. En ég hefi talið rétt livort-
tveggja, úr því að ég fór að ræða um þau efni, að al-
menningi gætu orðið ku’nn þessi mál, svo að eigi þurfi
framar um að villast, og eins liitt, að þessir sómamenn,