Kirkjuritið - 01.02.1935, Page 35
Kirkjuritið.
ÍSLENZKAR BÆKUR.
Kirkjusaga eftir Vald. V. Snævar. Kirkjusöguágrip þetta
bætir úr brýnni þörf og er þegar tekið til notkunar við kenslu
í ýmsum skólum á landinu. Mun þeim skólum eflaust fjölga á
næstu árum, er hafa 'það fyrir kenslubók eða lestrarbók, þvi
að það er fyrir margra hluta sakir mjög vel til þess fallið.
Fyrst og fremst hefir höfundinum tekist að koma furðumikl-
l,m fróðleik fyrir í ekki stærra riti og verið sýnt um að velja
efni heppilega. Þá er frásögn hans létt og lipur, ljós og lifandi,
svo að flestum nemöndum mun finnast bókin skemtileg. Og
siðast en ekki sízt er bókin rituð af djúpum skilningi og ein-
Iffigu kærleiksþeli til kristni og kirkju. Mun sá kostur þungur
a metunum, þegar litið er til þess gagns, sem bókinni er ætlað
að vinna, auk þess að veita fróðleik um það, sem telja má
hverjum manni skylt að vita.
Það hefir verið fundið að bókinni, að sumu væri þar slept,
sem ekki mætti vanta í kirkjusögu. Slíkt getur jafnan orðið
alitamál. En hiklaust má þó telja það vel ráðið af höfundinum,
að meta meir að segja skýrt og skilmerkilega frá þvi, sem getið
er, heldur en að nefna sem flest, svo að samhengi yrði fyllra.
því er engin nauðsyn í kirkjusöguágripi sem þessu. Bæði er
það á valdi kennarans að fella þar inn i, sem honum þykir
miklu máli skifta, og svo „lifir andinn ekki á eintómu saman-
hengi“, eins og séra Matthias komst að orði.
Smávægilegar aðfinslur hafa einnig verið gjörður að málinu
a bókinni, eins og 1. d. að orðinu kve (kveða). En bæði er það
notað i talmáli og rétt myndað, sbr. sko af skoða.
Enn hefir það verið talin villa, sem stendur á bls. 97, að
Oddur Gottskálksson hafi þýtt Nýja testamentið í Skálholtsfjósi
á Reykjum í Ölfusi. En þetta er alveg rétt hjá höfundinum.
Oddur flyzt úr Skálholti að likindum vorið 1537 og hefir þá
lokið þýðingu Matteusarguðspjalls. Næsta ár á hann heima á
Keykjum i Ölfusi, eftir því sem ráða má af íslenzku fornbrjefa-
safni, og hefir hann þá vitanlega unnið áfram að Nýja testa-
mentisþýðingunni, unz hann sigldi með hana á konungsfund.
Hann leggur vísast síðustu hönd á hana i Kaupmannahöfn, en
bað ósannar á engan hátt áðurgreind orð i kirkjusögunni.
Höfundur hefir unnið gott og þarft verk með samningu bók-
ar þessarar og á mikla þökk skilið fyrir það.