Kirkjuritið - 01.02.1935, Side 36
Kirk.juritið.
INNLENDAR FRÉTTIR.
Hallgrímskirkja í Saurbæ.
Landsnefnd Hallgrimskirkju í Saurbæ hafa borist átta teikn-
ingar að fyrirhugaðri Hallgrímskirkju. Og er nú fimm manna
dómnefnd sezt á rökstóla til aS dæma um j:>ær. Dómnefndina
skipa: Dr. theol. Jón Heigason biskup, Matthias Þórðarson forn-
minjavörður, Vigfús Einarsson skrifstofustjóri, Einar Sveins-
son húsameistari og Gunntaugur Halldórsson húsameistari.
Sjóður Hallgrímskirkju í Saurbæ er nú að upphæð milli 70
og 80 þúsund krónur, og dregst sem óðast að þvi, að byrjað
verði á kirkjubyggingunni.
S. G.
Kirkjumál Reykjavíkur.
Þess hefir áður verið getið hér í ritinu (í 1. hefti, bls. 47),
að Kirkjuráð hafi gengist fyrir kosningu nefndar til þess að
vinna að fjölgun presta og kirkna og sóknaskiftingu í Reykja-
vík. Var þetta gjört að undirlagi Prestafélags íslands og í sam-
ráði við sóknarnefnd Dómkirkjusafnaðarins, og ætlast til, að
tillögur um nýtt fyrirkomulag þessara mála tæki fult tillit til
hins öra vaxtar höfuðstaðarins og framtíðarstarfs kirkjunn-
ar þar.
í nefnd þessa voru kosnir:
Báðir prestar Dómkirkjusafnaðarins,
bóksali Pétur Halldórsson alþm.,
cand. theol. Sigfús Sigurhjartarson og
prófessor Sigurður P. Sívertsen, er kjörinn hefir verið for-
maður nefndarinnar.
Nefndin hefir, eftir athugun málsins, samið frumvarp til
iaga um afhending Dómkirkjunnar til safnaðarins i Reykjavík
og fjölgun sókna og presta í Reykjavík og öðrum kaupstöðum,
og ætlar að leggja það fyrir Alþingi. Þykir vinum kristindóms
og kirkju mikils um vert, að þessum kirkjumálum höfuðstað-
arins verði tekið með vinsemd og skilningi á löggjafarþingi
voru.