Kirkjuritið - 01.02.1935, Blaðsíða 16
Kirkjuritið.
SÁLMABÓKARMÁLIÐ.
(Höf. þessarar greinar flutti um sama efni er-
indi á fundi sóknarnefnda og presta í Rvík
í okt. s. 1.).
Sálmabækur þær, sem notaðar hafa verið á íslandi til
kirkju- og heimasöngs, þekkja flestir. Eða, eins og viss-
ara mun að orða það, sálmabókina, sem nú er notuð til
kirkjusöngs, kannast allur almenningur við, en að sjálf-
sögðu eru menn misjafnlega handgengnir henni og inni-
haldi hennar. Eins og kunnugt er, hefir það ekki verið
tízka að ritdæma sálmabækur eins og önnur verk, i
þessu falli „skáldverk“, og eru frá þessu aðeins undan-
tekningar, sem segja má að komið hafi að þessu fyrir
einu sinni eða tvisvar á öld eða svo. Menn hafa talið, að
hér væri atriði, sem aðeins varðaði kirkjuna (kirkju-
félagið) og söfnuðina, en ekki hið opinbera líf á annan
hátt; ef kirkjan og hennar fólk vildi búa að þeim bók-
um, eins og þær væru, þá væri það þeirra mál, en ekki
annara. — Allra sízt hefir á því þótt mark takandi, þótt
andstæðingar kirkju og kristindóms hreyttu úr sér ónot-
um eða ókvæðisorðum út af trúarlærdómum eða at-
höfnum, eða ræðum og ritum kristinna manna í kirkju-
lífi þeirra. En nú — nú er, eða varð fyrir skömmu og
alt i einu, alt í háa lofti vegna heldiu- auvirðilegra árása
í níðgreinum um útgáfu nokkurra sálma (að mínum
dómi að vísu ekki ýkja-merkilegra), sem í algerðu granda-
leysi hafði verið unnið að á síðkastið og birtist á þessu
herrans ári 1934, þótt teljast muni til ársins 1933. Hverju
sætir þetla?