Kirkjuritið - 01.02.1935, Qupperneq 29

Kirkjuritið - 01.02.1935, Qupperneq 29
Kirkjuritiö. Sálmabókarmálið. 85 sem þarna unnu að og þorðu að kannast við verk sin ~— þótt mér sé mál það óskylt með öllu og ekkert reki mig sérstaklega til þess að taka svari þeirra — eru bvorki þeir glópar né glæframenn, sem niðhöggvar þeirra hafa viljað heita láta. Má og væntanlega til sanns vegar færa (eins og lítillega var vikið að fyr), að flestir hinna svonefndu „kærenda“ munu óhugsað hafa farið út i „þessa sálma“, leiddir af ofstopamöimum, sem haf- ið höfðu nokkuð flasfengna árás á aðgerðir nefndar- innar i þessu efni. — Um hitt skal nú ekki dæmt frekar en orðið er, hvernig sálmavaliö hafi nefndarmönnum tekist; um það má ýmislegt segja, en eftir kunnugleika þeim, sem ég hefi á þessum hlutum, virðast þeir ekki hafa átt um auðugri garð að gresja. Og veri þó fyrir því allir ólastaðir, sem ort hafa þessi andlegu ljóð eða ónnur, sem út hafa verið gefin utan sálmabókar vorrar! h’eir hafa aðeins sannað, að það bezta er þó þar. Gísli Sveinsson. Þótt ritstjórar Kirkjuritsins hafi ekki óskað eftir framhaldsskrifum um „sálmabókarmálið“ og telji það nð miklu leyti úr sögunni, þá hafa þeir birt grein þessa. Enda hefir málið verið minna rætt frá þeirri hlið.

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.