Kirkjuritið - 01.02.1935, Qupperneq 39

Kirkjuritið - 01.02.1935, Qupperneq 39
Kirkjuritið. Erlendar fréttir. 95 arátt. Honum fundust erfiðleikarnir vaxa sér yfir höfuð. En l)egar heim kom, hjöðnuðu þeir niður dag frá degi eins og miöll fyrir sól. Hann steig skrefið og við það varð bjart í sál hans. Kona stígur í stólinn, frú Mellbye, sem er gift formanni norska Bændaflokksins. Hún segir, að alt hafrót hjarta síns, efi, ótti og óró séu hnigin i dá. Hún hefir lagt alt í Guðs hend- Ur og sé nú glöð og ánægð. »Næst kemur maður, sem þið þekkið öll“, segir Buchman, °g er sigurgleði í röddinni. Það er gamli vakningaprédikar- inn Albert Lande. Fólkið hlustar af djúpri eftirvæntingu. Hann segir frá því, að hann hafi kynst hugarstríði þeirra, sem nú hafi talað, og heyrt þá gráta beisklega. Nú séu þeir fagnandi. ^uði sé lof fyrir Oxfordhreyfinguna. há ganga fram ungir Oxfordmenn hver af öðrum. Þeir tala hlátt áfram og alveg ofstækislaust, en mikill ylur er í máli þeirra. Flestir eru þeir mjög ungir, en fáeinir nokkuru eldri. Það er sameiginlegt með þeim, að þeir tala um byltingu ekki byltingu með byssuskotum og víggirðingum, heldur bylt- >ngu i mannssálunum. Fyrstur þeirra er ungur stúdent, þá kona, sem er háskólakennari i enskum bókmentum í Oxford, þá ®æðgin. Sonurinn talar fyrst, þvinæst móðirin, en þau tala eins og einum rómi. Ungur maður gengur fram og segir frá þeim undrum, sem hann hafi séð i Noregi. Móðir hans og foðir, sem er þingmaður i Parlamentinu, sitja rétt fyrir aftan hann. Þau horfast glöð í augu, meðan sonur þeirra talar, en taka ekki W máls. Ensk listakona skýrir frá því, hvernig Guð hafi gætt 'istgáfu hennar anda og lifi. Næsti ræðumaður vekur sérstaka athygli. Hægri ermin lafir tóm niður. Iiann misti handlegginn i striðinu. Hann var hátt- settur foringi. Nú er hann háskólakennari í þjóðmegunarfræði i Cambridge, stendur mjög framarlega í Verkamannaflokkinuin °g hefir verið þingmaður. Bellerby heitir hann. Hann skýrir frá því, að Oxfordhreyfingin hafi komið i veg fyrir verkfall í Canada og takmark hennar sé að koma á nýju skipulagi, sem láti verkföll hverfa með öllu úr sögunni. Hann berst fyrir þrennu í flokki sínum, að stjórnmálastefna hans byggist á kristi- legum grundvelli, að samvinna sé hafin við hvern þann flokk, sem vill hafa siðgæðishugsjónina ferföldu að leiðarstjörnu: ein- lægni, hreinleika, óeigingirni og kærleika, og að kept sé að því. að allir flokkar verði að lokum einn kristinn flokkur. Menn verði að lúta alræðisvaldi Heilags anda. Ef þeir greiði atkvæði Qegn Guði, greiði þeir atkvæði með dauða þjóðar sinnar.

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.