Kirkjuritið - 01.02.1935, Side 40
96
Erlendar fréttir.
Kirkjuritið.
Síöastur tekur til máls Lunde, biskup í Osló. Hann minnist
tyrst d það, aö tangt sé síðan Norðmenn hafi fundið gleðina
yfir þvi, að komast í samfélag við Guð, og þá hafi engin Ox-
fordhreyfing verið. En því miður hafi það orðið tízka í Noregi,
að mentamaðurinn hafi þózt upp úr því vaxinn að trúa á Guð.
Og hvað hafi svo ekki gjörst í dag. Mentamenn af öllum stéttum
háfi lýst yfir trú sinni á Guð. Ef þessum merkilegu Oxford-
mönnum skyldi auðnast að ná í raun og veru með boðskap
sinn til mentamanna Oslóar — þá gæti hann glaður og róiegur
hallað höfði sínu að moldu. Það fari nú að líða að því. Þá sæi
hann í anda, að Noregur væri framtíðarland og myndi vísa stór-
þjóðunum veginn.
Orð biskupsins aldurhnigna hafa mjög mikil áhrif á söfnuð-
inn, og bundruð radda titra, er allir biðja að lokum upphátt
með honum: „Faðir vor“.
Brot úr gömlu Nýja-testamentis handriti.
23. jan. þ. á. flutti Ríkisútvarpið þá fregn eftir Lundúnaút-
varpinu, að fundist hefðu á Þjóðbókasafninu í London (British
Museum) handritabrot, er talin séu mjög merkileg. Hafi þau
verið í bögli með gömlum papyrus handritum, sem safnið
keypti síðasthðið sumar. Séu það tvö papyrusblöð, um fjórum
sinnum þrír þumlungar að stærð, og nokkur enn þá minni brot,
morkin af elli, með grísku letri. Textinn á einu blaðinu ei'
mjög áþekkur kafla úr Jóhannesar guðspjalli, og er sennilegt
talið, að hér sé um afarfornt guðspjallahandrit að ræða, ef til
vill frá fyrra hluta annarar aldar. Ef svo skyldi reynast við
nánari rannsókn, væri hér um afarmerkilegan fund að ræða.
— „Kirkjuritið“ mun síðar skýra frá handritsfundi þessum,
þegar nánari atvik verða kunn.
Trúarlækningar.
Ríkisútvarpið flutti einnig þá fregn eftir Lundúnaútvarpinu
23. janúar, að enska þjóðkirkjan hefði þann dag opnað fyrslu
stöð sína fyrir trúarlækningar í St. Stephens kirkju í Brighton
á Suður-Englandi. í boðskap, sem biskupinn af Chichester gaf
út í því sambandi, var lögð áherzla á nauðsyn þess, að læknar
og prestar vinni saman. Allan daginn hefðu komið i kirkjuna
fjöldi fólks, til þess að leita sér lækninga.