Kirkjuritið - 01.03.1935, Qupperneq 14

Kirkjuritið - 01.03.1935, Qupperneq 14
Kirk.iuritið. OXFORDHREYFINGIN NÝJA. Vegurinn. Nú skal lýst frá sjónarmiði Oxfordhrej'fingarinnar veginum, sem hún vill að menn gangi til þess að nálgast siðgæðishugsjónir fagnaðarerindisins. Þar á það við, að „viljinn er til alls fvrst“. Menn verða að vilja ganga Kristi á hönd, vilja það, að hann stjórni lífi sínu. Það er hið þröngva hlið, sem ekki verður koni- ist fram hjá. „Sendu heiminum vakningu, og láttu hana byrja i mínu eigin hjarta“, hiðja Oxfordmenn. Menn verða að hafa löngun, vilja til þess að snúa sér frá synd, en synd er allt það, sem skilur þá frá Guði og öðr- um mönnum. Að sönnu hrestur þróttinn til að geta þetta af eigin rammleik, en það þarf ekki annað en að þova að stíga sporið að fela Ivristi alt, kvöl sína, baráttu og veikleika — leggja bæði líf og önd ljúflega á drottins mildi. Mönnum er einmitt brýn nauðsyn að koma auga á það, að þeir eru ekki sjálfir megnugir þess að sigrast á syndum og erfiðleikum, stríð á þeim grundvelli hlýtur að enda með ósigri. En þegar alt er gefið Ivristi á vald, þá vinnur hann sigurinn, eða m. ö. o. maðurinn sigrar i krafti hans. Reynslan sannfærir liann um það, að nú er stefnt inn á réttan veg' og komist í samhljóðan við raunveruleg öfl í andans heimi og þegin hjálp frá þeim. Það er eins og stendur i Jóhannesarguðspjalli: „Ef sá er nokkur, sem vill gjöra vilja hans, hann mun komast að raun um, hvort kenningin er frá Guði, eða ég tala af sjálfum mér“. Þetta er einfalt mál og getur hver og einn reynt sannleiksgiídi þess. Lífernisbreytingin — upp-

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.