Kirkjuritið - 01.03.1935, Page 23

Kirkjuritið - 01.03.1935, Page 23
Kirkjuritið. KIRKJUDEILAN Á ÞÝZKALANDI. Þegar national-socialistar tóku völd í Þýzkalandi 80. jnn. 1938 vildu valdhafarnir skapa eina kirkju, eins og bjóðin var orðin ein þjóð, en upp úr því spunnust þær harðvítugustu kirkjudeilur, sem orðið hafa þar í landi, a- m. k. síðan á dögum siðbótar Lúthers. Hitler og samherjar hans sáu raunar strax, að ekki tínt orðið neitt úr vonum þeirra um eina kirkju, þvi að hin rómverska vildi fara sinna ferða, eins og við mátli búast. Þáverandi varakanslari, von Papen, fór til Róm °g samdi fyrir hönd þýzka ríkisins við páfastólinn, sá samningur er í gildi enn, þó báðir séu raunar jafn- oánægðir með hann, ríkisvaldhafarnir og rómverska kirkjan. Þá var sá möguleiki eftir, að kirkjurnar yrðu tvær. ein rómversk og önnur mótmælendakirkja. Síðan 1815 var mótmælendakirkjan þýzka í 28 sjálfstæðum deild- um, sem þó höfðu stofnað með sér einskonar bandalag árið 1922. Þeim átti nú að steypa saman i eina aílsherj- ar ríkiskirkju. Kirkjan sjálf þagði við þessum ráðagerð- um valdhafanna í bili, forráðamenn hennar fundu, að i hinni nýju þjóðnrálastefnu voru þau öfl áberandi, sem hlutu að verða kirkjunni hættuleg. Ekki þarf annað en lesa bók Hitlers, „Mein Kanrpf“, eða öllu frekar bók Rosenbergs, „Der Mythus des XX. Jalrrhunderts“, til þess að sjá, að þessi grunur hafði við nrikil rök að styðjast. Um þessar nrundir risu upp þeir tveir flokkar, senr mest bar á í kirkjulífinu fyrri hluta ársins 1933. Annar þeirra nefndi sig „ung-unrbótastefnuna“, en lrinir nefnast „þeir þýzk-kristnu“; háðar þessar stefnur vildu ráða bót á

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.