Kirkjuritið - 01.03.1935, Qupperneq 24

Kirkjuritið - 01.03.1935, Qupperneq 24
112 Jón Auðuns: Kirk.jurilið'. meinsemdum kirkjulífsins, en leiðir skiftust. Ung-um- 1 ótastefnu-menn vildu ekki hagga hinum forna kirkju- lega grundvelli, en framkvæma endurreisnina algerlega í þeim anda, sem fram kemur i játningaritum hinnar lútersku siðbótar, en hinir þýzk-kristnu urðu hrátt að ofbeldisflokki innan kirkjunnar, sem miðar að því að gera hana að auðsveipri þernu ríkisvaldsins. Hugsjón þeirra var og er sú, að fá kiikjuna lil þess að þjóna í öllu öfgum nazismans, starfsaðferðir þeirra eru alls- endis ókirkjulegar og kenningar þeirra margar í hæsta máta ókristilegar. Lög fyrir hina „sameinuðu mótmæl- endakirkju Þýzkalands“ voru undirskrifuð og gefin út 11. júlí 1933. Fyrst átti að kjósa yfirbiskup hinnar nýstofnuðu ríkis- kirkju. Fyrir ötula framsókn nng-umbótastefnu-manna var kjörinn dr. von Bodelschwingh, maður sem nýtur álits og virðingar um alt Þýzkaland og er jafn orðlagður fvrir mannúðarstörf sín og frábærlega hreint líferni. Þeir þýzk-kristnu sáu fljótt, að ekki var unt að leiða hinar national-socialistisku hugsjónir til sigurs í þeirri kirkju, sem v. Bodelschwingh veitti forstöðu, þeim var nú að vaxa ásmegin og náðu um þetta levti meirihluta i einskonar sóknai nefndakosningum um alt ríkið — þó ekki væri alt með feldu við þann kosningasigur, töldu þeir sig nú eiga að ráða málum mótmælendakirknanna og þröngvuðu með hjálp Hitlers v. Bodelschwingh til að segja af sér embætti sínu sem ríkisbiskup, eftir fárra vikna embættisaldur. Þá varð ríkisbiskup Ludwig nokkur Múller, og tollir í þeirri stöðu enn, þótt langsam- lega mikill meiri hluti kirkjulega sinnaðra Þjóðverja og prestanna vilji hvorki heyra hann né sjá. Samvizkukúgun, skoðanaþvingun og allskonar ófrelsi tók að magnast að undirlagi þeirra þýzk-kristnu, en fjöldi presta mvndaði nú með sér félagsskap, sem heitir „neyðarsamband prestanna" og hefir sambandið siðan unnið hið djarfmannlegasta og drengilegasta verk í

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.