Kirkjuritið - 01.03.1935, Page 26

Kirkjuritið - 01.03.1935, Page 26
114 Jón Auðuns: Kirkjuritið. réttmæti þess, að hnekt væri ofurveldi Gyðinganna í Þýzkalandi að nokkru. Neyðarsambandsprestar mótmæltu margsinnis i kirkj- um sínum liinum ofbeldisfullu afskiftum ríkisvaldsins af innri málum kirkjunnar og létu opinberlega i Ijós sorg sina yfir því, að Hitler hefði þverbrotið loforð sín um að láta þau afskiftalaus og þeir fullyrtu, að þeir þýzk-kristnu væru falskennendur i fvlsta máta, frá kirkjulegu sjónarmiði. Sú fullyrðing fékk staðfestingu þ. 13. nóv. 1933, þegar þýzk-kristnir efndu til mikils umræðufundar fyrir sína menn um kristindóms- og kirkjumál i íþróttahöllinni miklu í Berlín; fundarmenn voru 20 þúsundir, samkoman var algerlega „hrún“, þ. e. nazistisk, enginn kirkjulegur svipur var á henni, Gamla- testamentið var smánað, í stað blessunarorðanna var hrópað þrefalt „Sieg-Heil!“ fvrir Hitler og annað eftir þvi. Ákvarðanir sámþykti fundurinn, allar miðuðu þær í áttina burt frá kirkjulegum kristindómi! burt frá öllu, sem minti á gyðinglegan uppruna og að hinu „hrein- þýzka“ — gegn óhæfunni haí'ði einn leikmaður hug- rekki til að greiða atkvæði, honum var ekki fysjað sam- an! en 19999 greiddu atkvæði með! Næstu dagana liafði ríkisbiskupinn engan frið fyrir andmælum; hann fór nú sjálfur að liræðast heiðnina í kirkjunni og þorði ekki annað en að láta undan síga i bili. Fjölmenn kirkjufélög, sem áður liöfðu hallast að liinum þýzk-kristnu, féllu nú frá þeim, en afdrifarík- ustu afleiðingar þessa fundar voru þær, að þrír af lút- ersku biskupunum, og tvímælalaust þeir mikilhæfustu, snerust nú opinberlega á móti yfirmanni sínum, ríkis- biskupnum, og hafa síðan barist á móti lionum, en þessir menn eru þeir Marahrens Hannover-biskup, Wurm biskup i Wúrtemberg og Meiser biskup í Bayern. í byrjun des. 1933 gaf ríkisbiskupinn út tvenn lög, sem voru viturlega samin og af mikilli varfærni, en allir vissu, að ekki hafði hann sjálfur samið lögin, heldur

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.