Kirkjuritið - 01.03.1935, Síða 30

Kirkjuritið - 01.03.1935, Síða 30
118 Jón Auðuns: Kirkjuritið. sept. er biskupinum þar, Wurrn, „gefið frí“, honum haldið i fangelsi í liúsi sínu og helztu stuðningsmenn lians reknir úr embættum, liann skrifar prestum sínum skorinort hirðisbréf úr „fangelsinu“ og' neitar að af- henda biskupskross sinu andstæðingunum, en fimm þúsundir manna fara í skrúðgöngu heim að húsi hans syngjandi sálma. 16. sept. prédikar Meiser, biskup í Mayern, í kirkju einni i Miinchen, en prestur einn kemur fram og for- dæmir aðfarirnar gegn Wurm biskupi, um eftirmiðdag- inn prédikar Meiser hiskup í Augshurg og um kvöldið i þrem troðfullum kirkjum í Nurnberg. Þá var lionum „gefið frí“ og honum lialdið fanga á heimili hans. Hann hiður um lausn úr „fangelsinu“, svo að hann geti tekið þátt í safnaðarguðsþjónustunni, þegar því er neitað, læt- ur liann messa í garðinum fyrir neðan „fangelsisglugg- ana“, og mannfjöldinn streymir þangað þrátt fjrrir öll bönn, og 60 þúsundir bænda heimta hann lausan og aftur settan í embætti. En nú var komin upp misklíð í liði ríkishiskups, og sumir draga sig í hlé. Bislcuparnir fá aftur frelsi silt og Hitler tekur á móti þeim i viðurvist innanríkisráðherr- ans, Fricks, og kveður á fundinn Marahrens Hannover- biskup. Þarna var nokkuð annað á baugi en á fyrri fund- inum hjá kanslaranum, 25. jan., sem áður er getið: Þarna var því slegið föstu, að lög' og fyrirskipanir ríkis- biskupsins um langan tíma liefðu verið allsendis ólög- legar! Meiser og Wurm voru settir aftur inn í embætti sín, og Marahrens fékk þau völd aftur, sem tekin liöfðu verið af honum, en embættaveitingar þeirra þýzk- kristnu, þær síðustu, dæmdar ómerkar. Þessum fundi lijá Hitler lauk því með herfilegum ósigri fyrir Miiller. Skömmu áður bafði hann loks verið formlega settur inn i sitt virðulega embætti, þrír af biskupum bans neituðu að koma, 7 af 17 guðfræðideildum háskólanna létu vera

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.