Kirkjuritið - 01.03.1935, Qupperneq 32

Kirkjuritið - 01.03.1935, Qupperneq 32
120 .Tón Magnússon: Kirk.jnritiS. Einn þeirra manna, seni framarlega stóð i kirkjndeil- unni, sagði við mig í sumar: „Meinið er, að við fáum ekki aðgang að dagblöðunum; ef við fengjum að segja sannleikann i þeim í þrjá daga, væri út ium Múller“. Ekki veit ég, livort sú spá hefði ræzt, en hitt veit ég, að þýzka þjóðin veit og allur heimurinn veit, að i þýzku kirkjunni hýr sá kraftur, sem þorði að hjóða byrginn einni þeirri harðvítugustu stjórnmálastefnu, sem heim- urinn hefir þekt, og mun ekki láta fyrir henni undan síga, því að erfiðustu baráttunni er lokið. Þegar að mál- efnum kirkju og Guðs kristni kom, sýndu miljónir manna i Þýzkalandi, að þeim er full alvara með, að „fremur beri að hlýða Guði en mönnum“. Hafnarfirði, 18. febr. ’35. Jón Auðuns. SÁLMABÓKARMÁLIÐ. Sviar til hr. Gísla Sveinssonar sýslumanns. Sálmabókarmálinu svokallaða lauk á siðastliðnu sumri með því, að biskupinn, dr. Jón Helgason, félst á kröfu nokkurra rit- höfunda og erfingja látinna höfunda um að ónýta upplag Sálma- bókarviðbætisins. Hefur biskupinn séð, að hér var í óefni kom- ið. Enda þorði hann að taka afleiðingum verksins eins og sæmdi góðum og vönduðum manni. Mátti telja liklegt, að þetta mál væri hérmeð úr sögunni. En sú varð ekki raunin á. Nú hefur hr. Gísli Sveinsson al- þingismaður og sýslumaður Skaftfellinga tekið sér fyrir hend- ur að vekja draug þenna úr moldinni, og birtist ritgerð hans i 2. hefti Kirkjuritsins. Ekki ber að efa góðan tilgang sýslumanns- ins. Hefir hann vafalaust fýst að rannsaka málið og dæma í þvi. Eins og lesendur Kirkjuritsins sjá, er ritgerð hr. Gísla Sveins- sonar einróma vörn fyrir sálmabókarnefndina, og er ekki nema gott eitt um það að segja. Þó hefði það verið æskilegt, að ekki hefði til þess þurft að halla réttu máli.

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.