Kirkjuritið - 01.03.1935, Síða 33

Kirkjuritið - 01.03.1935, Síða 33
Kirkjuritið. Sálmabókarniálið: 121 Agreiningur okkar hr. Gísla Sveinssoitar er i því fólginn. ég te! Sálmabókarviðbætinn gefinn út með svo mörgum °g stórvægilegum misfellum, að ekki var við unandi. Aftur á nioti telur hann, að breytingar á sálmum séu afsakanlegar, vegna þess að þær hafi viðgengist hér á landi áður. Og auk þess séu breytingarnar fáar, lítilvægar og til bóta. Hann segir b d. um einn höfundinn, Kjartan Ólafsson, að hann „hefði mátt vel við una“, og er þetta riddaralega mælt hjá yfirvaldinu. Un þó að svo væri, sem herra Gisli- Sveinsson segir — það er hans dómur en ekki ininn -— þá er það frá mínu sjónarmiði ekki aðalatriði, hvort breytingarnar voru til bóta eða ekki. Ef kreytinga sýndist þörf, þá var sjálfsögð skylda nefndarinnar bera breytinguna eða efni hennar undir höfundinn. Það fer vel á því, að kurteisi sé gætt i viðskiftum manna, og einkum ber að gera þær kröfur til þeirra, er starfa að andlegum málum °8 gerast boðberar kristindóms og siðgæðis. Og má í þessu sambandi minna á það, að prófessor Haraldur Níelsson taldi ekki fyrir neðan virðingu sína, að hafa tal af mönnum, sem lögðu efni til i þá sálmabók, sem hann lét prenta fyrir sinn söfnuð. bá segir hr. Gísli Sveinsson: „Ólína Andrésdóttir, sem átti einn sálm (nr. 725), kærir vegna breytinga mjög óverulegra“. Telur hann síðan fram tvær breytingar og finst báðar vera til öóta. Ályktar sýslumaðurinn síðan: „Breytingarnar eru þvi frn- leitt kæruatriði". En hér er ekki nema hálfsögð saga. Fyrst og frenist eru breytingarnar margfalt fleiri en hr. Gísli Sveinsson segir og eru sumar þeirra næsta undarlegar. í 5. versi er t. d. hætt orðum inn í tvær ljóðlínur, sem svo bersýnilega er of- aukið, að nota varð úrfellismerki til að stytta ljóðlínurnar jafn mikið og hin nýju og meiningarlausu orð lengdu þær. Og sjá það allir menn, sem bera skyn á ljóðagerð, að hér er ekki breytt bl bóta, heldur óbóta. Er hryggilegt til þess að vita, að annar eins gáfumaður og hr. Gísli Sveinsson skuli leyfa s">- að fara svona með heimildir sinar. Um Jak. Jóh. Smára segir hr. Gísli Sveinsson, að breyting sé gerð á einum sálmi hans, ekki rímsins vegna, heldur býst hann við, að breytingin sé gerð af „trúfræðilegum ástæðum". Með öðrum orðum, að trúarskoðun höfundar sé breyll. Breytingin er þannig: Höfundur: Bíður vor allra um siðir Edenslundur. Sálmabókin: Biður Guðs barna um síðir Edenslundur. Vegna þess að þetta kæruatriði skiftir meira máli, frá mínu sjonarmiði, heldur en hr. Gísli Sveinsson vill telja, vil ég leyfa

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.