Kirkjuritið - 01.03.1935, Qupperneq 34
122
.Tón Magnússon:
Kirkjuritið.
mér að fara um það nokkrum orðum. Hin fagra trú skáldsins,
að allir hljóti sama hlutskifti að lokum, verður hér að villu-
trú, sem ekki má komast inn í sálmabók kirkjunnar. Hygg ég,
að þessi breyting hefði engan gert sáluhólpinn, þó að hún
hefði fengið að njóta sín. Það er og verður kirkjunni til tjóns,
að halda þeirri kenningu á lofti, að guðsbörn sé aðeins fá-
mennur liópur, sem ekki þurfi neitt að efast um sáluhjálpina
vegna rétttrúnaðar síns. Hef ég aldrei frá því ég var barn getað
aðhylst þessa kenningu. Þykir mér hún kirkjunni ósamboðin
og brjóta mjög í bága við bræðralagshugsjón kristindómsins.
Það er tilgangslaust að segja við menn: Þessu skuluð þér trúa,
og engu öðru, vegna þess að mannsandinn i leit sinni að hinu
æðsta, fegursta, flýgur yfir alla múra kenninganna.
Þegar hr. Gísli Sveinsson gerir upp sakir hinna látnu höf-
unda, gleymir hann alveg að minnast á Ólöfu Sigurðardóttur
frá Hlöðum. Sýnist þó engin vanþörf á, að afsaka þá meðferð,
sem hinn gullfallegi sálmur hennar fékk. En líklega er hvor.t-
tveggja, að hér var enginn til eftirmáls, og i öðru lagi hefir
sýslumanninum, ef til vill, sýnst málstað sinum betur horgið
með þvi, að minnast ekki á þetta atriði.
Aftur á móti talar hann nokkuð hróðugur um það visinda-
lega verk, sem með sálmaútgáfu þessari var unnið á ljóðum
Gríms Thomsen. Skaði var það, að þessum vísindum varð ekki
við komið í hinni nýju heildarútgáfu af kvæðum skáldsins.
Enda sá prófessor Sigurður Nordat um þessa hlið útgáfunnar.
Mun enginn maður draga það i efa, að hann hafi farið eftir
beztu heimildum. Að vísu vissu menn það áður, að þessi ljóð,
sem hér er um að ræða, voru bæði prentuð i bókum Gr. Th.,
meðan hann var á tífi, og beint frá hans hendi komin. Og
munu þau aldrei réttari verða. Það, sem hr. Gísli Sveinsson
hefir Hklega fyrir sér i þessu efni, er ])að, að annað kvæðið,
„Skilningur og trú“, er prentað í Kirkjublaðinu 1893. Og er
kvæðið þar þrjú erindi. Síðan tekur skáldið kvæði þetta upp i
Kaupmannahafnarútgáfuna tveim árum síðar og hefir þá auk-
ið i það einu erindi og breytt einni ljóðlinu, en þá breytingu
höfundarins virðist hr. Gísli Sveinsson ekki geta tekið tit
greina.
Um hitt Ijóðið, „Huggun“, er það að segja, að það birtist i
ljóðmælum skáldsins 1880 og er þaðan tekið orðrétt í útgáfuna
1906, og mun hr. Gísli Sveinsson ekki geta kent Grími um þær
breytingar, sem gerðar eru á því í sálmabókinni. Vænti ég nú
að þessum visindum verði ekki oftar hampað. Og hefir sýslu-
maðurinn lagt hér á tæpt vað.