Kirkjuritið - 01.06.1936, Page 12
226
Benjamín Kristjánsson:
Kirkjuritið.
sterkar að orði i formála að einni af bókum sínnm:
„Röksemdaleiðsla þessara fyrirlestra", segir liann,
„linígur að því, að sýna fram á, að efnisheimurinn er
ekki liinn raunverulegi heimur, heldur aðeins ófullkom-
in skuggamynd lians. Ilinn raunverulegi heimur er hinn
andlegi heimur gildanna, en þessi gildi eru reyndar í
hinzta skilningi ekkerl annað en opinherun hins æðsta
andlega veruleika, sem á trúarinnar máli nefnist Guð“.
Þannig mætti halda áfram, ef tími leyfði, að sýna fram
á livernig' fjölda margir frægustu vísindamenn nútím-
ans eru óðum að liverfa inn á þessar liugsunarleiðir,
enda þótt þeir hafi ef til vill liafið rannsóknir sínar
undir þröngu sjónarhorni raunvísindanna. En þetta
sannar aðeins, að margir gagnvegir geta legið til sann-
leikans og það er ef lil vill nauðsvnlegt að fara þá alla,
lil þess að leiða hann fullkomlega i ljós. Hér hefir raun-
vísindamaðurinn tekið aðra leið, en trúvísindamaður-
inn, er kemst þó mjög að hinni sömu niðurstöðu.
f II.
Þetta, sem nú hefir verið sagt, getur auðveldlega skýrt
það, hvernig líta má á skynsamlegan hátt á þróun guðs-
hugmijndarinnar eða hina vaxandi opinherun.
Sumir álykta á þá leið, að ef sýnt verði fram á það, að
guðshugmynd nútimans hafi þróast frá harnalegum liug-
myndum fortíðarinnar, þá sé hún auðvitað ekkert ann-
að en sama vitleysan, einungis í fínni útgáfu. En þetta er
alveg skakt sjónarmið. Vér þurfum alls ekki að telja, að
hugmyndir fornaldarinnar, jafnvel þær, sem sáu guði
í stokkum og steinum eða dýrum, eða sáu guð í geislum
sólarinnar og liinum leiftrandi stjörnumerkjum geims-
ins, hafi verið heinlínis rangar. Því síður, er menn sáu
guði i konungum eða miklum trúarbragðahöfundum.
Ekkert af þessu er beinlínis rangt. Enn í dag sjáum vér
guð í öllu þessu. En sjónarmiðið cr bara takmarkað.
Þetta er opinberun á lágu stigi. Það er eins og skynjun