Kirkjuritið - 01.06.1936, Blaðsíða 14

Kirkjuritið - 01.06.1936, Blaðsíða 14
228 Benjamín Kristjánsson: Kirkjuritið. álirif, er vér vitum, að hvorki auga eða eyra nemur nú? Ekkert af þessu er utilokað. Það er meira að segja ákaf- lega líldegt. Eða hví skyldi sú þróun, er liófst fyrir óra- lö'ngu á jörðinni, stöðvast þegar hingað er komið, eða mun alt vera vitað nú, sem unt er að vita? Öll þvílík imyndun er barnaskapur einn, sem andmælir daglegri reynslu. Alveg nýir og óvæntir hlutir eru stöðuglega að koma í ljós, hlutir, sem altaf hafa dulist í náttúrunnar ríki, en vér höfum aðeins ekki haft auga til að sjá. Fyrir hinn'i vaxandi opiriberun verður því heimurinn altaf fjölbreyttari og furðulegri. Menn uppgötva ekki aðeins dulin öfl í náttúrunni, heldur og dulda möguleika og dulda merkingu. ímyndunarafl mannsins sér ýmsar leiðir, er tæknin síðan skapar um efnið. Þannig verður hin framstigula þróun lil fyrir vaxandi imyndunarafl, sem með öðrum orðum mætti kalla dýpri sýn eða skynjun af veruleikanum. III. Nú mundu ýmsir vilja spyrja, hvar væru spámenn nú- tímans, og er því til að svara, að þeir koma fram á ýms- um sviðum, vafalaust fleiri en nokkru sinni fvrr og fer það eftir eðlilegum náttúrunnar lögum. Tegund: Hinn skynsemi gæddi maður, á að vera á þroskaleið og auk þess ætti stöðugt að verða léttara og léttara, að auka við þekkingarforða liðinna kynslóða og fullkomna vits- munastarf þeirra. Spámenn nútimans koma fram á sviði vísindanna, heimspeki, stjórnmála og trúarbragða mis- munandi þroskaðir og víðsýnir, en sú tegund manria, er ég ætla skyldasta hinum fornu sjáendum i nútímanum, og ríkasta af liæfileikum til innsærrar skynjunar á eðli og rökum lífsins, eru skáldin, en af þeirra flokki hafa spámenn og dulvitringar allra alda verið. Ef vér lesum spámannarit G.-t., verðum vér þess vör, hvernig þessir menn sáu mikils til glöggar en allur al- menningur ýmislegt það, sem oss virðist nú einföld

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.