Kirkjuritið - 01.06.1936, Síða 16
Benjamín Kristjánsson:
Kirkjuritið.
230
og þögn liimins og jarðar rynnu saman og' leyndardóm-
ur jarðarinnar yrði eilt með leyndardómi stjarnanna . .
Aloysha stóð kyrr, starði í kringum sig og skvndilega
fleygði liann sér flötum á jörðina. Hann vissi ekki, hvers-
vegna hann faðmaði liana. Hann gal ekki með neinu
móti gert sér grein fyrir því, livers vegna hann þráði
svo óstjórnlega að kyssa liana .... En hann kysti liana
og grét með ekka og vökvaði liana tárum sínum, játaði
henni á ástríðuþrunginn liátt ást sína og hét að elska
liana um eilífð............
Hversvegna g'rét hann? í unaði sinum grét liann jafn-
vel yfir þessum stjörnum, sem tindruðu til hans utan
úr hyldjúpum geimsins, og liann hlvgðaðist sín ekki
vfir þessari lnigljómun. Það virtust liggja þræðir frá
þessum ótcljandi veröldum Guðs, er hundu sál hans
við þær, og sál hans hrærðist að insta grunni, vegna
sambandsins við þær. Hann þráði að fyrirgefa öllum
alt og öðlast fyrirgefning. Ekki aðeins fvrir sjálfan
sig, heldur fyrir alla menn, l'yrir alt og alla. „Og þannig
munu aðrir hiðja l'yrir mér“, hljómaði í sál hans. En
með hverju augnahliki, sem leið, fann liann glöggar og
glöggaI•, næstum því eins og með áþreifanlegri tilfinn-
ing, hvernig eittlivað örugt og óhifandi var að setjast að
í sál hans, líkt og sjálf himinhvelfingin hnigi ofan í vit-
und hans. Og það var eins og voldug hugmynd hefði
sezt að völdum í sál hans um alla æfi og að eilífu og
luin lyfti honum í hæðirnar. Sem þrekvana urigmenni
hafði hann hnigið niður á jörðina, en liann reis á fætur
sem hugdjörf hetja ....... Aldrei á æfi sinni gat Aly-
osha gleymt þessu augnahliki. Síðar meir var hann ávalt
vanur að segja: „Á þeirri stundu lieimsótti einhver sál
mína“.
Frá svipuðu atviki segir enski ritliöfundurinn J. Mid-
dleton Murry í bók sinni: God. Þegar atvikið kom fyrir
hann, var liann aþeisli og úrvinda á sál og líkama eflh’
missi merkilegrar og ástríkrar konu. Honum virtist