Kirkjuritið - 01.06.1936, Blaðsíða 25

Kirkjuritið - 01.06.1936, Blaðsíða 25
Kirkjuritið. Guðshugmynd nútímans. 239 fyrst og fremst mögulegt að þekkja sjálfan sig. Þess vegna byrja trúarbrögðin skýringuna á beiminum og lif- inu á manninum, hugsunum hans, tilfinnigum og verð- mætum. Þau halda þvi einnig fram, að í engu lifandi liafi hinn skapandi máttur opinberað fullkomlegar sitt insta eðli. Tilueruna beri því áreiðanlega að skýra frá hinni fullkomnari hlið. Insta eðli hennar sé lífið og vitsmun- irnir en ekki vitsmunalaust efnið. VI. Hvorugt þetta sjónarmið er vitanlega liægt að sanna i venjulegum skilningi þessa orðs, fremur en hægt er að sanna svo sem nokkurn lilut, er máli skiftir og sjálfu lifinu viðkemur. Vér verðum að trúa öðru livoru og trúa því, sem oss skynsamlegra þykir. Hinzta ályktun guðleysingj ans er þvi ekkert meiri visindi, en hinzta ályktun guðstrúarmannsins. Hér er aðeins um að ræða val á milli skoðana, sem ákvarðast ekki að litlu leyti af skynsemi mannsins og lundareinkennum. Guðstrúar- maðurinn aðhyllist sitt sjónarmið, af þvi að það full- nægir betur skynsemi hans, hamingjuhvötum, liugsjón- um og þrám. Hann sér enga ástæðu til að tortryggja þetta. Það er alt hluti af veru hans og liann ályktar á þá leið, að hamingjuþrár hans og draumar styðjist eins og livað annað við fullgild rök i sjálfum veruleiknum. Mun ekki sérhver þrá mannsins einmitt vera framkomin af því, að fullnægja hennar er til, eða hver þekkir takmörk fyrir möguleikum tilverunnar? Slíkum spurningum megna engin vísindi að svara. En hitt ætti öllum að vera skilj- anlegt, að maðurinn með vitsmunum sínum og tilfinn- ingum er áreiðanlega liluti af álheiminum og verður ekki frá honum skilinn. Hann er hold af hans holdi og hlóð af hans blóði. Fyrirbrigðið skynsemi og meðvitund gelur því ekki verið einangraðra fj'rirbrigði í sköpunarverk- inu, en hold hans og blóð. Það er einnig skapað út úr allslierjarsál heimsins. Af því leiðir, að skynsamlegt er

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.