Kirkjuritið - 01.06.1936, Blaðsíða 28

Kirkjuritið - 01.06.1936, Blaðsíða 28
242 Benjamín Kristjánsson: KirkjuritiS. Þó að öll vor hugtök um hið góða, fagra og sanna, séu vitanlega ófullkomin eins og vér erum sjálf, þá fela þau samt í sér alt það, sem oss er kærast og dýrmætast: Vináttu vora, ást vora, og réttlætistilfinning. Og þannig er Guð oss ennþá ímynd alls þess, er spámenn og dýr- linga fyrri alda hefir dreymt um. Hann er sá, sem full- konmar vorn liverfula jarðardraum. Þessi var kenning Platós, er hann sagði: „Guð er rétt- látur og sá af oss, sem réttlátastur er, likist honum mest“. Þetta var kenning Jesú, er hann mælti við lærisveina sína: „En er þér biðjist fyrir, þá segið: „Faðir vor“. Og þetta liefir verið sannfæring mikils fjölda fólks, sem tek- ið hefir undir við orð Jóhannesarbréfsins: „Þar sem kær- leikurinn er, þar er Guð“. í frumkirkjunni kemur þessi sannfæring iðulega í ljós, en líklegast livergi með fegurri hætti en i seinna Kor., þar sem fæðing Jesú er talin hin æðsta opinberun til mannkynsins, „til þess að birtu legði af þekkingu vorri á dýrð Guðs, eins og hún kom í ljós á ásjónu Jesú Krists“. Vér höfum komist að þeirri niðurstöðu, að vaxtar- Iiroddur hinnar skapandi Jiróunar á jörðunni sé í mann- inum og þessvegna hljóti lif hans og eðli að birta oss meira af eðli Guðs en nokkurt annað fyrirbrigði. í sköp- unarsögu G.-l. er þessi hugsun sett fram með þeim orð- um, að Guð hafi skapað manninn í sinni mynd. En í beinu framhaldi af þeirri hugsun er sú álvktun, að því fullkomnari sem maðurinn er, því meira opinberi hann oss af dýrð og Ijóma þess Guðs, sem í heiminum hrær- ist. Hin æðsta og dýrlegasta mannvera kemst þannig næst hugmyndinni um Guð. Það er þessvegna, sem kristnir menn hafa séð í Jesú Kristi opinberun Guðs á jörðunni, Ijóma dýrðar hans og ímynd veru hans. Hin kristna guðfræði er þannig bygð upp af rökvisri hugsun og hefir þá kjölfestu, sem hverri lífsskoðun er nauðsynleg. Hún hefir alveg ákveðinn veruleik að miða við.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.