Kirkjuritið - 01.06.1936, Blaðsíða 32

Kirkjuritið - 01.06.1936, Blaðsíða 32
Hannes J. Magnnsson: Kirkjuritið. 24ö starfsemi hinna dreifðu bindindismanna verið of veik, en á meðan það er annaðhvort vinveitt áfengisnautn og drykkjusiðum, eða hlutlaust og' tómlátt i þeim efnum, er sókn bindindismanna örðug, og' á meðan vinnur margur liresturiun og kennarinn fyrir gýg'. En hvernig á að fara að skapa það almenningsálit? Uppliaf að óhamingju og niðurlægingu þjóða er oft það, að menn sætta sig við ýinsa ráðandi lesti í þjóðfélaginu, „venjast þeim“. Þeir hafa ekki manndóm til að búasi til varnar — en þegja. Þetta er neikvætt almenningsálit, sem dregur allan sið- legan þrótt og' vaxtarmöguleika úr þjóðinni. Til þess að skapa heilbrigt almenningsálit þyrfti þá hið gagnstæða. Sætla sig ekki við meinsemdirnar, þegja ekki; umljurð- arlyndi í þessum efnum er meiri ódygð en dygð, og skoð- analeysið er dauðasök i þessum efnum sem öðrum. Og það myndi vissulega verða kirkjunni ávinningur að taka upp einhuga andstöðu og baráttu á móti áfeng'is- bölinu, eins og það myndi verða bindindismálinu ávinn- ingur. Frá mínu leikmaunssjónarmiði myndi það miklu frekar styi'kja hana en veikja að taka föstum tökum á þessu mikla vanda- og alvörumáli, og öðrum áþekkum. Ekki með prédikunum einum saman, lieldur starfi, sem ég ætla ekki að fara að skipuleggja hér, en á það xná benda, að það starf gæti orðið ein grein að fjölþætti'i safnaðastarfseixii, sem liina íslenzku kirkju vantar svo tilfinnanlega. Við slöndum á alvarlegum tímamótum í áfengismál- um nú, svo alvarlegum, að mig furðar næstunx á, að livei' einasti kennari og prestur skuli ekki skipa sér saman í sveil til að firra þjóð sína eftir megni því mikla böli, sem áfengið er að valda í þjóðfélaginu. Skýrt var frá því í útvarpinu, að hringt liefði verið í síma frá tilteknum stað í lögregluna lil að laka brjál- aðan mann og brjálaða stúlku vegna áfengisnautnar. Það vita allii', að þetta er ekkert einsdæmi. Það er ekki sjaldgæft nú að sjá heila hópa af ungu fólki viti sínu

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.