Kirkjuritið - 01.06.1936, Qupperneq 36

Kirkjuritið - 01.06.1936, Qupperneq 36
250 Sveinn Víkingur: Kirkjuritiö. hér nokkra bót á, hefir Ras Tafari Abessiníukeisari komiö því til leiðar, aS 5 innlendir biskupar eru skipaðir yfir landið, auk hins útlenda yfirbiskups eða Abuna. Prestastéttin er afarfjölmenn, livergi færri en 5 prest- ar við kirkju hverja, og við stærstu kirkjurnar alt að 200. Auk þeirra er svo sægur af djáknum og öðrum aðstoð- armönnum við guðsþjónusturnar. Abessinsku kirkjurnar eru að ýmsu leyti sérkenni- leg liús. Umbverfis kirkjuna er stórt afgirt svæði eða forgarðar. I þessum forgarði standa íbúðarhús prest- anna og fleiri byggingar. Þar er og grafreiturinn. Sjálf kirkjan er venjulega bringmynduð, og inni í benni miðri er dálítið ferhyrnt musteri, og ná múrveggir þess alveg upij i hvelfinguna öllumegin, og eru skreyttir ýmsum helgimyndum eða málverkum. Þetta bús er nefnt hið „allra helgasta“, og má þar enginn inn ganga nema prest- urinn. Guðsþjónusturnar eru einkum fólgnar í söng og bæna- lestri og ýmsum táknlegum athöfnum og margbrotnum helgisiðum, og tekur söfnuðurinn að ýmsu leyti virkan þátt í þeim athöfnum. Prédikun er lítil eða engin, og fer guðsþjónustan að mestu fram á fornri mállýsku, sem almenningur ekki skilur, enda ritningin aðeins til á þvi máli, en ekki á nútiðarmálinu. Altarisgangan fer fram með miklum hátíðleik, en er þó meðal annars að því frábrugðin, að presturinn dýfir brauðinu ofan í vín- ið, og réttir síðan altarisgestunum hvorttveggja i senn i skeið. Sá er einn lilutur, er Abessiníumenn liafa á hinn mesta átrúnað, og ekki má vanta í neina kirkju. Nefn- ist hann Tabat og liggur jafnan á altarinu inni í því „allra belgasta“, sveipaður dýrum dúkum, og fær söfn- uðurinn elcki að sjá það furðuverk nema við allra há- tíðlegustu tækifæri, og þá aðeins tilsýndar. Þetta er tré- kubbur einn ferstrendur og greypt á krossmark, helgi- stafir og dýrðlinganöfn. Telja Abessiníumennþennanhelga

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.