Kirkjuritið - 01.03.1937, Page 4
Kirk.juritið.
SYNGIÐ NÝJAN SÖNG.
Syngið Drotni nýjan söng!
Ilvað eftir annað heyrist þessi áskorun í hvatningar-
orðum Gamla testamentisins, bæði af vörum sálma-
skáldsins og spámannsins. Og orðin endurhljóma í há-
tíðlegu máli Opinberunarbókarinnar.
Syngið Drotni nýjan söng! Er nokkurt orð til, sein
meiri birta er yfir en þessu?
Frá alda öðli liefir söngurinn lyft mönnunum, söng-
ur og hljóðfærasláttur verið samfara öllum gleðiathöfn-
um. Söngur og dans, hrynjandi í hljómum og hreyfing-
um er sennilega frumstæðasta listartjáning mannsins,
og er miklu eldri en svo, að það verði rakið til upp-
sprettu sinnar. í grárri steinöld hafa þau, forfaðir okkar
og formóðir, sungið, látið röddina klingja hæði i friði og
stríði.
En smámsaman leitar svo listin hærri og liærri verk-
efna, hærri og liærri þarfa. Og loksins hljómar orðið:
Syngið Drotni nýjan söng!
Sálmasöngur og sálmakveðskapur hefir fylgt krist-
inni kirkju frá upphafi. Páll postuli segir í fyrra Kor-
intubréfi, að þegar þeir koma saman á safnaðarsam-
komur, þá komi hver með sitt, einn liafi sálm, annar
kenningu, þriðji opinberun o. s. frv. Og í Kólossubréfinu
segir hann, að þeir eigi að fræða hvern annan með
sálmum, lofsöngvum og andlegum ljóðum, og syngja
Guði sætlega lof í hjörtum sínum. Vér eigum líka í
Nýja testamentinu dæmi frumkristilegra sálma, svo sem
eins og i fvrstu kapítulum Lúkasarguðspjalls, lofsöng