Kirkjuritið - 01.03.1937, Qupperneq 12

Kirkjuritið - 01.03.1937, Qupperneq 12
Magnús Jónsson: Kirkjuritið. !)() sínar og létu tónana berast út um bygðir landsins, bæði með því að klæða í glæsilegan búning erlenda sálma, svo að því var líkast, sem þeir hefðu aldrei heyrst bér fyr, og svo með þvi að yrkja sjálfir. Af þeim eldri má nefna séra Björn í Laufási, séra Pál i Viðvík og fyrst og' fremst séra Stefán á Kálfatjörn, og svo nýju skáldin Helga Hálfdánarson, lífið og sálina i sálmabókarstarf- inu, séra Valdimar, séra Matthías. Og við hlið þeirra kom nú Hallgrímur Pétursson, ennþá síungur og ósigr- andi í einfaldleik sínum, speki og andagift. Skerfur þess- arar bókar í andlegu lífi þjóðar vorrar verður seint metinn eða veginn. En svo langar mig síðast til að spyrja: Þurfum vér ekki enn að syngja nýja sálma? Og getum vér ekki enn sungið Drotni nýjan söng? Á svarinu við þessari spurningu finst mér, eftir reynslu aldanna, velta, bvort andleg'a lífið hjá oss er blýtt eða kall, hvort vér erum lifandi eða dauðir. Því að lifandi kirkja syngur altaf nýjan söng'. Með þessu á ég ekki við það, að vér eigum nú að fara að reyna að sýna trúarlíf vort með því að varpa út- byrðis slíkum fjársjóði, sem sálmabók vor er. Það er líka lífsvottur að syngja sálma hennar með síungu fjöri og vakandi tilfinning. En lífið verður að koma í Ijós í nýjum kröfum, í nýsmíð og nýsköpun. Og því finst mér það mikill gæfuvottur, að sálmabók- armálið er glaðvakandi á vorum dögum, og kemur fram i sífeldum tilraunum til umbóta og' viðauka. Út liafa komið viðaukar við sálmabókina, þó að misjafnlega hafi til tekist, eins og kunnugt er. Og nýir messusöngvar og' safnaðarsvör eru af sama toga spunnin. Það má náttúr- lega segja, að þetta sé ekki trúarlífið sjálft, en það eru lífsvottar, ómetanlegir og' huggunarríkir á þessum dög- um, þegar svo margt sjmist beuda i aðrar áttir og minna heillaríkar.

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.