Kirkjuritið - 01.03.1937, Side 19

Kirkjuritið - 01.03.1937, Side 19
KirkjnritiÖ. Konungur þinn kemur. 97 livað honum finnist. Að sjálfsögðu er trúaralvaran og lotningin, ef hún kemur af valdhoði eða nauðung, ekki mikils virði. Þvingun á hvaða sviði, sem er, og' þá ekki sizt á sviði hins trúarlega og andlega lífs, getur aldrei orðið neinum til sálubóta. En þvingunar ætti hér ekki að þurfa við. Öllum þeim, sem trúin er lieilagt mál -- alla þá, sem elska drottin sinn og frelsara, hlýtur dymb- ilvikan að vekja til alvarlegrar íhugunar, enn alvarlegri en á öðrum tínium kirkjuársins. Þeir minnast þá lians, sem afklæddist dýrðarskrúðanum, gerðist fátækur vor vegna, að vér mættum auðgast af fátækl hans, minnast hans, sem var svo auðugur af kærleika, að hann náði til allra manna, vina og óvina — kærleika, sem aldrei var fyllri og dýrðlegri, en þegar hann grét yfir þjóð sinni, °g nokkurum dögum síðar færði kærleiksfórnina miklu á Golgata. Hér sjáum vér hann, sem bæði vill og getur frelsað oss frá öllu böli lífsins. Hér sjáum vér hann, sem f»ar þyrnikransinn vor vegna. Hér sjáum vér hann, sem vill vera konungur vor og drottinu um tíma og eilífð. Mér virðist heilagur texti þessa dags leggja fyrir oss bessa spurningu: Viltu kjósa Jesú fyrir drottin þinn og konung? Þú hefir frjálsræði til að velja og liafna, eins °g Gyðingarnir forðum. Viltu fylgja honum — ekki að- eins syngja hósanna, heldur og fylgja honum i öllu þínu lífi og starfi? Þú veizt, að hann sjálfnr konungur- inn kom í þennan heim til þess að stofna bræðrafélag Guðs barna, Guðs ríki á jörðu, Guðs ríki hið innra i sálum mannanna, þar sem djöfullegt vald syndarinnar er hrotið á hak aftur, og friður og fögnuður ríkir í heil- ögum anda, Guðs ríki hið ytra, þar sem fullkomið rétt- læti og bræðralag ríkir i öllum samskiftum manna, and- legum og likamlegum, þar sem mennirnir lifa saman sem glaður hópur Guðs barna, elska hverir aðra, lála liver öðrum í té ástúð, umburðarlyndi og kærleika og skifta með sér gæðum lífsins sem elskandi ijræður. Guðs i'íki á jörðu var hugsjónin mikla og himinháa, sem kon-

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.