Kirkjuritið - 01.03.1937, Page 34

Kirkjuritið - 01.03.1937, Page 34
112 Sigurbjörn Á. Gíslason: Um kristniboð. Kirkjuritiö. ir þá færari um að lilýða Guðs vilja ljóst og leynt, og það eflir alt sjálfboðastarf að góðum málum meira en nokkurn, ókunnugan þeim efnum, grunar. Kreppan, þjóðernishrokinn og vantrúin liafa talsverl þrengt að kristniboði síðustu árin viða um heim, en samt er það svo, að um þessar mundir starfa um 23 þúsund aðkomnir evangeliskir trúboðar að kristniboði og auk þess um 85 þúsund kaþólskir. í kristniboðssöfnuðunum í ókristnum löndum eru taldar um 10 til 11 miljónir evangeliskra manna og um 17 miljónir kaþólskra. Líknarstarf og skólahald kristniboðsins er miklu meira en svo, að liér sé liægt upp að telja- En liið bezta er þó það, að í langflestum ókristnum löndum, þar sem kristniboð liefir verið rekið um og yfir 100 ár, eiga kristnir söfnuðir fjölmörgum ágætismönnum innlend- um á að skipa, er halda myndu starfinu áfram, þótt allir aðkomnir kristniboðar færu heim til sín. Kristnir Japanar gefa út kristilegt dagblað, og' kristn- ir Kínverjar eiga alkristna útvarpsslöð, er aðallega starf- ar að útbreiðslu kristindóms, og lijá báðum þeim þjóð- um eru ýmsir stórmerkir innlendir kristindómsfrömuð- ir, sem hvert kirkjufélag Norðurálfu myndi telja sér sóma að eiga í sínum hóp. Trúvakningamennirnir kínversku standa ekki að baki slíkum mönnum hvítum, en þó er Japaninn Kagawa venjulega fremstur talinn meðal kristinna manna aust- ur þar. IJann er jafn heimskunnur fyrir kristniboð, rit- störf, líknarstörf og þjóðmálaendurbætur. En það er mikUi víðar en í Kína og Japan, sem inn- lendir afburðamenn eru kristnir orðnir á vorum dögum- Þeir eru margir á Indlandi og víðar í Asíu, og þeir eru iieldur ekki fáir kristnu mennirnir svörtu í Suðurálf- unni, sem sýna frábæran dugnað og fórnfýsi við kristni- boð meðal frænda sinna suður þar. Því er það, að stundum er sagt, að lialdi guðleysið áfram að eflast i Norðurálfunni, muni Asía og Afríka

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.